Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir

Döðlusnickers

Það fyrsta sem pabbi sagði þegar hann smakkaði þetta var “Getum við haft svona á jólunum?”…. Þetta er galið gott og minnir óstjórnlega á snickers. Ferska daðlan verður eins og karamella og súkkulaðið gerir þetta að nammi. Salthneturnar setja snickers tóninn. Ekki kenna mér um ef þið getið ekki hætt að gúffa….

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Salatskál með forsoðnu hvítu og rauðu quinoa og karrý tahinisósu

Quinoa er svo frábær fæða og nota ég quinoa mikið með mat eða sem salatgrunn. Nú er hægt að kaupa forsoðið quinoa sem tekur 2 mínútur að hita á pönnu sem getur komið sér einstaklega vel þegar maður er í tímaþröng en vill samt græjar sér holla máltíð. Mig langar að segja að það hafi tekið mig 5 mínútur að græja þetta salat.

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Klassískur hummus í sparifötum

Miðausturlenska matargerð heillar mig örugglega mest af allri matargerð og hummus í morgunmat er eitthvað sem ég gæti vel tileinkað mér. Hér er ekta heimagerður hummus úr soðnum kjúklingabaunum með mikið af tahini því þannig Á hummus að vera að mínu mati.

Read More

Bananaíspinnar

Frosnir bananar umbreytast í algjört nammi þegar maður frystir þá. Mæli svo sannarlega með því að leika sér með frosna banana. Mæli með að útbúa svona pinna fyrir litla kroppa og kalla það ís. Það verður enginn svekktur því þetta er fullkominn krakkaís sem mömmurnar stelast í.

Read More
Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir Aðalréttir (Main Courses) Hildur Ómarsdóttir

Indverskar vefjur með tófú og chutney

Indverks vefja með tófú, chutney, ferskri jógúrt sósu og kóreander. Þessar vefjur uppfylla svo sannarlega mína skilgreininguna á comfort food. Það eru sennilega allir sem hafa fylgt mér á instagram í einhvern tíma búnir að átta sig á að ég ELSKA tófú…. og kóreander…. og indverskt… Setjum það svo allt saman inní vefju og hAlelúJA!

Read More
SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Hátíðleg kex dýfa

Klárlega ein uppáhalds, ótrúlega einföld en á sama tíma hátíðleg! Fullkomin til að bjóða uppá í vinakvöldinu en getað græjað á nokkrum mínutúm eða til að hafa með á vegan ostabakkann.

Read More