Carobkúlur
Carob er einhverskonar frændi Cacao og er oft notað eins og cacao en smakkast þó alls ekki eins. Carob er örlítið sætara og er algjörlega koffínlaust og inniheldur auk þess allskonar steinefni og b vítamín.
Þú þarft:
1 bolli möndlur
1/2 bolli valhnetur
4 msk carob (+ auka carob til að velta uppúr)
1 msk maca duft
1 1/2 bolli ferskar döðlur
Aðferð:
Byrjið á að setja möndlur og valhnetur í matvinnsluvél og myljið niður í smátt kurl.
Bætið svo carobi og maca dufti í matvinnsluvélina og blandið í nokkrar sekúndur.
Síðast eru döðlurnar steinhreinsaðar og þeim bætt útí matvinnsluvélina og öllu blandað vel saman.
Mótið svo litlar kúlur og veltið uppúr carobi.
Verði ykkur að góðu.