Bananaís á priki með jógúrt dífu og hindberjakurli…. eða millimál í sparibúning?

Frosnir bananar umbreytast í algjört nammi þegar maður frystir þá. Mæli svo sannarlega með því að leika sér með frosna banana. Mæli með að útbúa svona pinna fyrir litla kroppa og kalla það ís. Það verður enginn svekktur því þetta er fullkominn krakkaís sem mömmurnar stelast í.

Róbert minn sprakk svo sannarlega úr gleði þegar ég rétti honum þennan og sagði: “Er þetta handa mér? Er þetta vegan? ... Þetta er alveg eins og sumir krakkar fá stundum á leikskólanum” JÁ það var sko sport að fá ís á priki og vera eins og hinir.

Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.

Þú þarft:

  • Banana

  • Oatly hreint jógúrt

  • Frosin hindber

  • Kókos

  • Trépinna

Aðferð:

  1. Skerið banana í tennt og stingið prikinu inní miðjan bananann. Passið að fara ekki í gegnum hann.

  2. Takið híðið utan af og dýfið pinnanum oní jógúrtið.

  3. Leggið banann á bakka með bökunarpappír.

  4. Myljið frosin hindber í kurl og ristið kókos á pönnu.

  5. Stráið yfir jógúrtþakinn bananann.

  6. Setjið inní frysti í nokkra klst/yfir nóttu.

  7. Ágætt að taka “ísinn” út og leyfa að standa í ca 5 mínútur áður en minnstu munnarnir gæða sér á ísnum.

Hlakka til að sjá ykkur prófa! Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Carobkúlur

Next
Next

Núggatmús á kexbotni