Núggatmús á kexbotni
Lífræna Vegan núggatsúkkulaðið frá Rapunzel er að mínu mati besta vegan súkkulaðið á markaðnum. Ég lofa þér því að það myndi enginn taka sérstaklega eftir því að þetta súkkulaði væri vegan ef það væri sett í skál fyrir almenninginn. Hér prófaði ég að nota það í einfaldan eftirrétt fyrir eitt deit kvöld hér heima með oatly þeytirjómanum.
Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.
Þú þarft (fyrir 4):
8 stk digestive kexkökur
2 plötur vegan nirvana núggat súkkulaði frá rapunzel
1 peli oatly visp þeytirjómi
jarðaber
hindber
Aðferð:
Setjið kexið í poka og myljið, mér finnst best að nota kökukefli sem ég rúlla yfir pokann.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
Þeytið oatly rjómann.
Blandið svo bráðna núggatsúkkulaðinu varlega útí rjómann.
Berið fram í fallegum glösum með digestive kexi í botninum, núggatsúkkulaðimús sem miðjulag og toppið með FULLT af berjum!
Namm!
Verði ykkur að góðu.