Núggatmús á kexbotni

Rjómakennd núggatmús á digestiv kexbotni með ferskum berjum.

Lífræna Vegan núggatsúkkulaðið frá Rapunzel er að mínu mati besta vegan súkkulaðið á markaðnum. Ég lofa þér því að það myndi enginn taka sérstaklega eftir því að þetta súkkulaði væri vegan ef það væri sett í skál fyrir almenninginn. Hér prófaði ég að nota það í einfaldan eftirrétt fyrir eitt deit kvöld hér heima með oatly þeytirjómanum.

Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.

Þú þarft (fyrir 4):

  • 8 stk digestive kexkökur

  • 2 plötur vegan nirvana núggat súkkulaði frá rapunzel

  • 1 peli oatly visp þeytirjómi

  • jarðaber

  • hindber

Aðferð:

  1. Setjið kexið í poka og myljið, mér finnst best að nota kökukefli sem ég rúlla yfir pokann.

  2. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.

  3. Þeytið oatly rjómann.

  4. Blandið svo bráðna núggatsúkkulaðinu varlega útí rjómann.

  5. Berið fram í fallegum glösum með digestive kexi í botninum, núggatsúkkulaðimús sem miðjulag og toppið með FULLT af berjum!

Namm!

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Bananaíspinnar

Next
Next

Súkkulaðitrufflumús