Einfalt og fljótlegt möndlunutella
Stundum langar mann í eitthvað sætt og það strax. …. og stundum þarf það bara að bragðast eins og súkkulaði. Ávextir er eitthvað sem er alltaf til á mínu heimili og kókosmöndlusmjörið frá Rapunzel er líka alltaf til hjá mér eins og hjá örugglega öllum sem hafa smakkað það.
Red velvet smoothie
Þeir sem hafa fylgt mér í einhvern tíma eru sennilega farnir að sjá það hversu hrifin ég er að rauðrófum. Það er eins og líkaminn minn sæki rosalega í rauðrófur og ég elska það. Hér er rauðrófusmoothie sem kemur svo sannarlega á óvart með smá súkkulaðikeim. Engiferið kveður burt allt sem sumir vilja kalla moldarbragð rauðrófusafans og upphefur kakóbragðið. Mæli með að þið prófið …. og hér hefur smoothie-inn verið samþykktur af æðstu gæðaeftirlitsaðilum heimilisins sem eru 7 ára og 3 ára.
Hið víðfræga “Date bark” með quinoa poppi og tahini
Það er skemmtilegt að sjá hvað sumar matarhugmyndir fara á flug um allt internetið. Þetta döðlunammi er einmitt ein þeirra. Aðferðin er algjörlega brillant, svo einföld og fljótleg svo ég skil vel að hún hafi farið viral en svo eru möguleikarnir við samsetninguna endalausir. Ég er tahini unnandi og elska hvernig poppað quinoa gefur skemmtilega áferð, crunch og smá hnetulegan keim sem gefur namminu skemmtilega fyllingu og karakter. Döðlurnar verða eins og tjúí karamella og eru dísætar svo ég toppaði nammið með 100% súkkulaði. Það er auðvitað hægt að nota hvaða súkkulaði sem er en sætan frá döðlunum nær alveg að núlla allt biturt bragð frá 100% súkku
Besta súkkulaðisósan, lífræn í þokkabót
Besta súkkulaðisósa heims og lífræn í þokkabót. Þrátt fyrir að vera “hollari” týpan af súkkulaðisósu af hráefnum að dæma þá slær hún öllum öðrum við. Hnetusmjörið er ómissandi í hana en það gefur henni einstakan karakter. Þessa geri ég gjarnan með ávaxtasalati eða útá amerískar pönnukökur eða vöfflur og svo er hún líka þrælgóð útá ís hvort sem það er klássískur vanilluís eða hollari týpa úr frosnum bönunum. Þetta er svona mín “go to” sósa með öllu sem kallar á súkkulaðisósu. Mæli svo með að setja afganginn í konfektmolaform eða súkkulaðiplötuform og toppa með möndlukurli, mórberjum, kókos eða poppuðu quinoa eða í raun bara einhverju sem gefur smá crunch og setja í frysti… en það gæti reyndar orðið challange að eiga afgang.
Myntuís með "súkkulaði"
Ís, hver elskar ekki ís? Hér er einn ferskur og algjörlega sykurlaus ís sem þó slær á sykurlöngunina og nærir okkur í leiðinni… svona ís sem má borða í morgunmat og alveg einstaklega góður. Spínatið gerir ísinn grænan en bragðið fer algjörlega í felur, frosnu bananarnir sjá um áferðina, döðlurnar gera hann extra sætann, kakósmjörið og kakónibburnar leika svo hlutverk súkkulaðibitanna og gera það bara einstaklega vel, myntan setur svo punktinn yfir i-ið og gerir hann að ferskum myntuís.
Appelsínu- og súkkulaðihrákaka
Ég hef aldrei verið mikið fyrir þessar "klassískur" kökur og tertur en ég er veik fyrir hrákökum. Þær eru akkurat passlega sætar fyrir minn smekk og mér finnst fylgja því aukin nautn að borða köku sem uppfyllir alla sykurlöngunina en á sama tíma inniheldur lífræn gæða hráefni sem mér líður vel af.
Hér deili ég með ykkur hráköku með súkkulaði og appelsínubragði en ég fæ ekki nóg af þessari bragðsamasetningu. Það er kannski merki um að ég sé orðin fullorðin því sem barn fannst mér þetta vera svona fullorðinsbragð.
Hnetumolar með poppuðu quinoa
Hollari súkkulaðimolar sem er æðislegt að eiga í frystinum. Þessa mola hef ég gert reglulega frá árinu 2014 þegar ég kynntist poppuðu quinoa. Ég var þá að æfa ólympískar lyftingar útí Svþíþjóð og voru oft svona molar eða kókoskúlur með í lyftingatöskunni til að grípa í þegar orkan var að klárast.
Sykurlaust “súkkulaði” bananabrauð
Hvað á að gera við brúnu bananana? Mjög auðvelt svar ef þú spyrð mig. Þú bakar nákvæmlega þetta bananabrauð! Bananabrauð nær nýjum hæðum með þessu kakótvisti og kókosinn gerir það enn sætara. Sykur er algjörlega óþarfi í bananabrauð að mínu mati. Við fáum ekki nóg af þessu hér heima.
Súkkulaðitrufflumús
Þétt súkkulaðimús eða Súkkulaðitrufflumús eins og ég vil kalla hana, borin fram með ferskum berjum og oatly þeytirjóma.