Súkkulaðitrufflumús

Þétt súkkulaðimús eða Súkkulaðitrufflumús eins og ég vil kalla hana, borin fram með ferskum berjum og oatly þeytirjóma.

Ég elska þetta djúpa súkkulaðibragð. Og ég elska einfalt. Ég var búin að sjá einhverstaðar að fólk væri að bræða súkkulaði við rjóma og setja í ísskáp og svo þeyta. Það var það sem ég ætlaði að gera…. ég var löngu búin að borða þetta áður en ég náði að prófa að þeyta þetta. Svo í stað þess að flækja hlutina með einhverjum þeytara þá er þetta eftirréttur í takt við mína þolinmæði og uppfyllir hina þjóðþekktu súkkulaðiþörf sem á það til að droppa við.

Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.

Þú þarft (fyrir 4):

  • 200 gr suðusúkkulaði*

  • 1 peli oatly visp þeytirjómi

  • 0,5-1 peli oatly visp þeytirjómi (til að þeyta og bera fram með súkkulaðimúsinni)

  • Jarðaber

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.

  2. Takið súkkulaðið af hitanum og bætið einum pela af oatly visp rjóma saman við súkkulaðið og blandið vel.

  3. Skiptið súkkulaði-rjómablöndunni í 4 falleg glös (til að bera fram í) og komið fyrir inní ísskáp í ca 30 mínútur eða þar til komið á fast form.

  4. Skreytið svo með þeyttum oatly visp rjóma og jarðaberjum.

*Það er í raun hægt að nota hvaða súkkulaði sem er!

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Núggatmús á kexbotni

Next
Next

Creamy nachos dipp