Smörrebröd með marineruðum gulrótum og lífrænni graflaxsósu.
Döðlusíróp er eitthvað sem ég uppgötvaði nýlega og ég elska að nota það í dressingar. Í fyrra smakkaði ég graflaxsósu í fyrsta sinn og ég er mikil sinnepskona og elska dill svo þetta var nýtt og skemmtilegt bragð fyrir mér. Þessi sósa virðist tengjast hátíðunum þó ég þekki þessa hefð alls ekki en mig langaði að gera lífræna graflaxsósu og prófa mig áfram með hátíðlegt smörrebröd. Hér erum við með smörrebröd, sem væri að sjálfsögðu hægt að bera fram sem minni snittur, með grænum blöðum, avocado,
Mjúkar glútenlausar piparkökumuffins
Í desember er mikill hátíðarspenningur og margir vilja gera vel við sig. Ég verð alltaf fyrir innblástri af jólabakstri í desember og set mér skemmtilegar áskoranir að setja hátíðargúmmelaði í aðeins næringarríkari búning. Piparkökumuffins var það sem ég fékk á heilann. Bakstur er algjör eðlisfræði og eftir nokkrar tilraunir þá öðlaðist ég enn meiri skilning á bakstri. Eplaedik og matarsódi gerir galdur hef ég komist að í vegan bakstri og hörfræ sjá svo sannarlega um hlutverk eggja.
Sæt hátíðarmús
Meðlætið á aðfangadag er ekki síður mikilvægt en aðalrétturinn. Sætkartöflumús er eitt af þeim meðlætum sem mér finnst algjörlega ómissandi á aðfangadag með hnetusteikinni okkar. Samt ekki bara venjuleg sætkartöflumús heldur okkar hátíðarmús með sítrónu og hvítlauk sem gerir einhvern ótrúlegan karakter sem svo passar svo frábærlega vel við mildu hnetusteikina okkar og sveppasósuna. Við maukum hana svo í matvinnsluvél svo hún verði silkimjúk og gjörsamlega bráðnar í munninum.
Hnetusteikin okkar
Síðustu 35 jól eða öll þau jól sem ég hef haft aldur til að borða fasta fæðu höfum við fjölskyldan borðað hnetusteik á jólunum. Notabene alltaf sömu hnetusteikina, hnetusteikina sem gerð er úr hestlihnetum og sellerírót. Hnetusteikin sem er bragðljúf og mjúk undir tönn og í raun mjög ólík öllum þeim hnetusteikum á markaðnum. Hnetusteikin sem er undirbúin nokkurum dögum fyrir jól og lyktin af sellerírótarsoðinu er það sem kallar fram "það eru að koma JÓL" eftirvæntinguna. Það má því segja að hnetusteik á jólunum sé hefð, hefðin okkar.
Lífrænir kókostoppar
Það fer að líða að jólum og ég er bara farin að hlakka svolítið til. Hér kemur ein fullkomin smákökuuppskrift fyrir jólin sem fer betur í kroppinn en margar aðrar. Það skemmir heldur ekki fyrir að þessar taka enga stund, innihalda fá innihaldsefni og þarf ekki að baka. Alvöru klístraðir kókostoppar með “súkkulaði”-botni. Meiriháttar góðir.
Kasjúhnetusmurostur með graslauk
Hér er á ferð algjörlega ruglaður smurostur, mínir bragðlaukar segja að hann toppi alla aðra smurosta hvort sem þeir séu vegan eða ekki. Ostinn má smyrja á brauðmeti eða kex eða setja útá pastað. Hann er æðislega mjúkur og fer í raun vel með nánast hverju sem er og hægt að nota hann sem ídýfu fyrir grænmeti eða snakk á góðu kósýkvöldi, já eða eins og á bakkanum á myndinni. Það besta við ostinn að hann inniheldur fá hráefni og er án allra aukaefna.
Piparkökukúlur
Hvað er meira jóla en piparkökur? Hér erum við með hollar hrákúlur eða orkukúlur sem bragðast eins og piparkökur. Þessar toppa hefðbundnar piparkökur að mínu mati og mesti plúsinn er að þær gefa þér alvöru orku. Kanill, negull, malaður engifer og kardimommur eru kryddin sem galdra fram piparkökubragðið.
Jólalegt brokkólísalat með rauðkáli og trönuberjum
Jólalegt brokkólísalat. Mögulega eru það trönuberin sem gera það jólalegt … og grænu liturinn í brokkólíinu. Rauðkál er líka svolítið hátíðlegt grænmeti er það ekki? Þetta er allavega einstaklega ferskt og fallegt salat með vott af hátíðlegu bragði sem passar ofboðslega vel með jólamatnum sem stundum getur verið þungur og saltur. Þetta salat er auðvitað gott allan ársins hring en einhvernegin höfum við verið að tengja það við jólin síðustu ár.
Sænskir lussekatter með saffran
Lussekatter, Lussebullar, Lúsíu bollur, Lúsíusnúðar, Lussisar…. þessir eiga allskonar nöfn en ég kynntist þeim sem Lussekatter. Þetta er sænskt sætabrauð sem hefð er að borða í desember en þar er haldin heilög Lúsía og eru “snúðarnir” kenndir við Lúsíu hátíðina. Þetta er sætt brauðbakelsi með ríku saffran bragði.
Sellerísúpa
Sellerísúpa…. Rjómalagaða sellerísúpan sem við borðum í hádeginu á jóladag ásamt bestu súpubollunum, uppskrift hér. Við erum vanafasta fólkið sem hefur borðað sömu hnetusteikina á jólunum frá því ég fæddist, já hún er það góð, uppskrift hér. En vaninn er það sem skapar hefðina og hefur þessi súpa sömuleiðis orðið að okkar jóladagshefð. Það er eitthvað ljúft við það að borða súpu á jóladag. Hátíðarmatur ásamt eftirréttum og tilheyrandi konfekts- og smákökuáti getur oft verið þungt í magann og er það svo gott að brjóta aðeins upp hátíðarnar með súpu, fersku salati og brauðbollum. Þessa súpa er að sjálfsögðu jafn góð aðra mánuði ársins.
Brauðbollur með rjómaosti og hörfræjum
Súpubollurnar sem mamma fyllir alltaf frystinn af um jólin. Geggjaðar til að grípa í með jóladagssúpunni eða með vegan rjómaosti og sultu sem millimál yfir notalegri jólamynd. Það er í raun ekkert jólalegt við sjálfa uppskriftina nema það að bollurnar eru hluti af okkar hefð um jólin, þessar eru nefninlega líka fullkomnar í nestisboxið eða með súpunni í hvaða mánuði sem er. Ég bakaði eina uppskrift um daginn og bollurnar hurfu á sólarhring svo ég hugsa að ég brjóti hefðina og baki þessar bollur miklu oftar yfir árið. Uppskriftin er upprunalega úr bók sem mamma átti frá Fríðu Böðvars svo hún má sko aldeilis eiga heiðurinn af bollunum en hér fyrir neðan hef ég skipt út nokkrum hráefnum til að gera hana vegan.
Hrákúlur með kakó og appelsínubragði
Ég er að sjá það núna að það er kannski rétt, ég var kannski sterk. Ég harkaði í gegnum þetta og kvartaði lítið, fannst það ekki þess virði þar sem ég var að fá annað tækifæri til að lifa, en allan þann tíma var það þetta survival mode sem keyrði mig áfram.
Aspasbrauðréttur
Brauðréttur sem er tilvalinn á veisluborðið eða bara í kvöldmatinn. Hægt er að græja fyllinguna deginum á undan se getur verið einstaklega þægilegt í veisluundirbúningi eða til að eiga tilbúna eftir annríkan vinnudag. Fyllinguna er einnig hægt að setja inní tartalettur sem við gerum alltaf um jólin.
Ostasalat
Ostasalöt eru oft vinsæl á veisluborði. Um helgina var haldið uppá 90 ára afmæli hjá ömmu minni og kom öll fjölskyldan saman, allir hennar 36 afkomendur, makar og tengdafjölskylda. Amma sjálf hefur alltaf verið þekkt fyrir að sýna ást sína í mat og enginn kemur í heimsókn til hennar nema fara þaðan pakksaddur. Afkomendurnir hafa svolítið erft þetta frá henni og var veislan því einhverskonar pálínuboð á sterum. Í síðustu viku ákvað ég að prófa mig áfram með vegan útgáfu af klassísku ostasalati og mér fannst það heppnast svo vel að það fékk að koma með í veisluna hennar ömmu.
Karrý tófúsalat
Ég fæ stundum spurningu um hvort sé í lagi að borða tófú “hrátt”. Ójá það er sko í góðu lagi og er það einmitt alveg tilvalið að nota í ýmis brauðsalöt. Það gerir salatinu fyllingu sem gerir það matmeira og auk þess próteinríkt. Hér er karrýtófúsalat sem ég geri aftur og aftur og mögulega á ég það til að tvöfalda uppskriftina. Salatið er tilvalið sem svona klassískt brauðsalat með brauði og kexi á veisluborði en er líka gott á sumarhlaðborðið með bökuðu kartöflunni eða á ristað brauðið sem fljótleg máltíð. Það er kannski einfaldara að segja bara að það sé gott með ÖLLU.
Jólaeftirrétturinn minn
Jólaeftirrétturinn minn sem er fullkominn morgunmatur annan í jólum. Í mörg ár höfum við haft þennan eftirrétt og er hann orðinn ómissandi og ég upplifi svona hálfgerða nostalgíu þegar ég geri hann því ég fékk stundum að útbúa hann sjálf þegar ég var yngri. Hann var vissulega ekki vegan fyrst en þökk sé frábæru úrvali af vegan vörum hefur verið auðvelt að veganæsa hann síðustu ár.
Krydduð vegan ostakúla með dillhjúp
Kex og ostar er eitthvað sem við þekkjum og tengjum jafnframt við kvöldstund þar sem gera á vel við sig eða hátíðlegri tilefni. Þótt þú gerist vegan þarf enginn lúxus að hverfa og auðveldlega hægt að útbúa fljótlegar ostakúlur sem gefa kúaostunum ekkert eftir. Kostirnir við að krydda ostinn sjálfur eru svo auðvitað að möguleikarnir eru endalausir.
Döðlusnickers
Það fyrsta sem pabbi sagði þegar hann smakkaði þetta var “Getum við haft svona á jólunum?”…. Þetta er galið gott og minnir óstjórnlega á snickers. Ferska daðlan verður eins og karamella og súkkulaðið gerir þetta að nammi. Salthneturnar setja snickers tóninn. Ekki kenna mér um ef þið getið ekki hætt að gúffa….