Döðlusnickers
Það fyrsta sem pabbi sagði þegar hann smakkaði þetta var “Getum við haft svona á jólunum?”…. Þetta er galið gott og minnir óstjórnlega á snickers. Ferska daðlan verður eins og karamella og súkkulaðið gerir þetta að nammi. Salthneturnar setja snickers tóninn. Ekki kenna mér um ef þið getið ekki hætt að gúffa….
Þú þarft:
Mjúkar ferskar döðlur
Möndlusmjör frá H-berg eða það sem er merkt Krónunni (það er saltið og grófleikinn í því sem gerir það extra gott inní döðlurnar).
Salthnetur
Suðusúkkulaði/eða dekkra
Aðferð:
Byrjið á að steinhreinsa döðlurnar. Mér finnst fljólegast að nota skæri og klippa rauf í miðja döðluna og plokka steininn úr.
Setjið klípu af möndlusmjöri og raðið 3-4 salthnetuhelmingum inní döðluna
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og dífið svo döðlunum einni í einu í súkkulaðið með gaffli og raðið á grind eða í ílát með smjörpappí í botninum.
Komið ílátinu svo fyrir í ísskáp og leyfið súkkulaðinu að storkna
Njótið
Geymist í kæli eða frysti.
Verði ykkur að góðu.