Kjúklingabaunir í tikkamasalasósu
Þessi réttur er kjörinn þegar þú þráir eitthvað saðsamt, gott og einfalt. Ég viðurkenni að ég elska tilbúnar kryddblöndur og krydd-paste þar sem þau geta einfaldað eldamennskuna svo mikið en tryggja samt sem áður ríkulegt og gott bragð. Hér nota ég tikka-masala paste-ið frá Pataks sem er vegan og er orðið standart að eiga til í ísskápnum.
Færslan er unnin í samstarfi við Pataks á íslandi.
Þú þarft:
Olía til steikingar
1 geiralaus hvítlaukur
1 gulur laukur
100gr tómatpúrra
3 dósir kjúklingabaunir
2 msk tikkamasala spice paste frá Pataks
1 dl vatn
3 dl oatly jógúrt
salta til eftir smekk
Vegan raita/ jógúrtsósa
2 dl hrein oatly jógúrt
Safi úr ½ lífrænni sítrónu (þær eru minni)
2 hvítlauksrif
Smá salt
Meðlæti:
Hýðishrísgrjón
Kóreander
Aðferð:
Steikið lauk, hvítlauk á pönnu í smá olíu þar til hann mýkist og setjið þá tikkamasala paste, tómatpúrru og vatn útá pönnuna og hrærið léttilega þar til áferðin er orðin jöfn.
Skolið baunirnar og bætið þeim útá ásamt jógúrtinni. Leyfið þessu að malla í smá stund og smakkið til og saltið eftir smekk.
Útbúið raituna/jógúrtsósuna með því að blanda saman jógúrtinni, safa úr sítrónu, rifnum hvítlaukrifjum og smá salti.
Berið fram með hýðishrísgrjónum, kóreander og vegan raitu.
Verði ykkur að góðu.