Kjúklingabaunasalat
Kjúklingabaunasalat hefur oft verið okkar “go to” inní nestissamlokuna. Það er bragðmikið, saðsamt og nokkuð næringarþétt sem hentar fyrir bæði ferðalögin, útipiknik en líka skólanestið.
Það er að sjálfsögðu hægt að setja kjúklingabaunasalat inní vefju, útá salatskálina, nota sem meðlæti eða topping á bakaða kartöflu / sæta kartöflu, á kexið…. ég held þið náið þessu ;)
Heimagert falafel
Falafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum. Fyrir einhverjum mánuðum fór ég að leita leiða til að spara í mat og það að elda úr baunum er sennilega besta sparnaðartipsið sem ég get gefið ykkur þegar það kemur að því að eyða minna í mat án þess að það komi niður á gæði næringar.
Ég fór að leggja kjúklingabaunir í bleyti og
Grænt salat með steiktum kjúklingabaunum
Baunir úr dós er svo handhægur og fljótlegur próteingjafi. Ég er með æði fyrir lífrænum kjúklingabaunum núna og mér finnst svo gott að steikja þær í smá stund á pönnu með kryddum til að setja útá stórt og gott salat og þar með gera það matmeira og næringaríkara. Þú getur í raun notað hvaða krydd eða kryddblöndur sem er. Ég er að dýrka tilbúnu kryddblöndurnar frá Kryddhúsinu, að þessu sinni valdi ég miðausturlenska kryddblöndu sem mér finnst passa einstaklega vel með tahinisósunni. Baunir innihalda ekki bara prótein heldur einnig vítamín, steinefni og trefjar, sannkölluð “all in one” fæða. Ég myndi einnig segja að lífrænar baunir úr dós séu hinn fullkomni skyndibiti fyrir litlu krílin. Fyrir utan hvað þær eru hollar og góðar eru þær líka skemmtilegar fyrir litla putta.
Kjúklingabaunir í tikkamasala sósu
Ótrúlega einfaldur og fljótlegur kjúklingabaunaréttur í tikkamasalasósu. Borinn fram með vegan raithu og hýðishrísgrjónum.
Kjúklingabaunir í tikkamasalasósu
Indverskur kjúklingabaunaréttur í rjómakenndri tikkamasalasósu borið fram með hrísgrjónum og vegan jógúrtsósu. Þessi réttur er kjörinn þegar þú þráir eitthvað saðsamt, gott og einfalt. Ég viðurkenni að ég elska tilbúnar kryddblöndur og krydd-paste þar sem þau geta einfaldað eldamennskuna svo mikið en tryggja samt sem áður ríkulegt og gott bragð. Hér nota ég tikka-masala paste-ið frá Pataks sem er vegan og er orðið standart að eiga til í ísskápnum.