Ofnæmisvænar kókoskúlur
Kókoskúlur er eitthvað sem við eigum reglulega heima enda frábært að grípa í milli mála fyrir smá auka orku og það skemmir auðvitað ekki að þær séu sætar og góðar. Kókoskúlur geta verið hlaðnar frábærum næringarefnum og flottar til að grípa með sér í nesti í skólann eða til að borða eftir æfinguna. Hefðbundnar hollari kókoskúlur innihalda þó oft hnetur sem ekki eru svo vinsælar í skólum og jafnvel í þróttahöllum en hér erum við með hnetulausar kókoskúlur þar sem ég nota sólblómafræ í staðinn fyrir hnetur. Ekki bara góðar og hentugar heldur líka skemmtileg leið til að fá börn til að borða fræ.
Tahinidressing með döðlusírópi og balsamik
“Hvaða dressing er þetta?” er sennilega algengasta spurningin sem ég fæ á miðlinum þegar ég sýni salötin mín svo mér datt í hug að bæta við dressingum inná síðuna. Ég geri ekki alltaf sömu dressinguna en ég viðurkenni að tahini er langoftast uppistaðan í dressingunum. Ég á það til að fá dellur fyrir einni dressingu í einu og oftast verður hún óvart til og kemur mér skemmtilega á óvart. Þetta er dæmi um svoleiðis dressingu.
Döðlur og Tahini er bragðsamsetning sem ég fæ ekki nóg af. Algjört miðausturlenskt nammi. Ég hef skrifað það hér áður en Miðausturlönd heilla mig alveg ótrúlega mikið þegar það kemur að matargerð. Tahini er hægt að nota á svo marga vegu og döðlur líka en saman fullkomnar það hvert annað. Hér er sæt dressing úr tahini, döðlusírópi og balsamik ediki.
Gúrkusalatið sem flestir eru farnir að þekkja
Sometimes you just have to eat a whole cucumber…
…. samfélagsmiðlarnir víbruðu yfir hina víðsfræga gúrkusalati. Ég ætlaði svo sannarlega ekki að vera ein af þeim sem hoppar á trendið eeeeeen hér erum við haha. Eftir að hafa sjálf tekið þátt í að klára gúrkurnar í búðunum og gert mér gúrkusalat oftar en tvisvar þá datt mér í hug að deila með ykkur útgáfunni sem ég hef verið að vinna með. Það er nefninlega svo ferlega fljótlegt og það þarf ekki einu sinni að skola rifjárn eftir á því sósunni er bara sullað saman á 10 sek! Að vinna í samstarfi við fyrirtæki gengur oft útá að kynna vörur og þegar ég stóð mig að því að grípa alltaf í organic liquid vörurnar til að fá fram rétta bragðið þá datt mér í hug að það væri auðvitað brilliant leið að deila með ykkur uppskrift sem sýnir ykkur hvernig ég hef notað þær undanfarið.
Sæt dressing með kóreander og myntu
Hvað gerir salat að alvöru salati? …. stutta svarið er Dressing! Góð Dressing! Þú getur notað sama hráefnið í salöt en gert þau gjörólík með ólíkum dressingum. Í mínum huga inniheldur hin fullkomna dressing súrt, biturt, salt og sætt bragð. Ef þú ert að prófa þig áfram í dressingum getur oft verið gott að hafa þessi brögð í huga við val á hráefni og finna það magn sem myndar jafnvægi milli þeirra.
Einfalt og fljótlegt möndlunutella
Stundum langar mann í eitthvað sætt og það strax. …. og stundum þarf það bara að bragðast eins og súkkulaði. Ávextir er eitthvað sem er alltaf til á mínu heimili og kókosmöndlusmjörið frá Rapunzel er líka alltaf til hjá mér eins og hjá örugglega öllum sem hafa smakkað það.
Súkkulaðiíspinnar
Ég eeeeelska súkkulaði og súkkulaðiís! Til að súkkulaðiís standist væntingar mínar þarf hann að vera creamy, með miklu súkkulaðibragði og svo skemmir ekki fyrir ef ég fæ að bíta mig í gegnum stökkt lag af súkkulaði…. svo vil ég hafa hann úr hráefnum sem gera mér gott. Hér deili ég með ykkur uppskrift af súkkulaðiís sem tikkar í öll box. Hann er laus við sykur og aukaefni og inniheldur aðeins 5 hráefni (6 ef við teljum salt með), hann er lífrænn í
Eggaldin bruschettur
Hér erum við með ótrúlega skemmtilegar glútenlausar eggaldin bruschettur sem henta vel fyrir þá sem vilja minnka eða sneiða framhjá brauði. Við hugmyndavinnu við þessa uppskrift sá ég þær fyrir mér sem fullkominn forrétt á sólríkum degi í góðum félagsskap. Ég viðurkenni að ég er farin að þrá svoleiðis daga. Réttinn er auðveldlega hægt að taka með sér í boð þar sem hægt er að elda eg
Kasjúíspinnar með vanillu og pistasíuhnetum
Instagram hefur svo sannarleg áhrif á mig og ef ég opna “explore” inná instragram birtist ekkert nema ís og súkkulaði upp í flæðinu hjá mér. Ég á alltaf lífrænar kasjúhnetur, kókosmjólk og döðlur í skápnum og oft með hnetur í bleyti svo það hefur verið auðvelt að verða áhrifagjörn og rífa blandarann í gang…. oft alltof seint á kvöldin. Sorry nágrannar..
Hér erum við með súkkulaðihúðaðan kasjúís með vanillu og pistasíum…. sykurlausan að sjálfsögðu.
Grískt salat með basil tófúteningum
“Salat season is here”! Grískt salat er eitthvað sem flestir kannast við og er einstaklega sumarlegt. Hér fyrir neðan er uppskrift af marineruðum tófúteningum og hvernig ég nota þá í grískt salat. Í staðinn fyrir fetaost er ég að nota marinerað basil tófú sem gefur salatinu skemmtilega fyllingu, bragð og auka prótein. Fullkomið salat til að bera fram með grilluðu grænmeti í sumar eða með past
Kjúklingabaunasalat
Kjúklingabaunasalat hefur oft verið okkar “go to” inní nestissamlokuna. Það er bragðmikið, saðsamt og nokkuð næringarþétt sem hentar fyrir bæði ferðalögin, útipiknik en líka skólanestið.
Það er að sjálfsögðu hægt að setja kjúklingabaunasalat inní vefju, útá salatskálina, nota sem meðlæti eða topping á bakaða kartöflu / sæta kartöflu, á kexið…. ég held þið náið þessu ;)
Hrásalat með raw hampfrædressingu
Raw hrásalat, eða hrá-hrásalat! Hér erum við allavega með hollari týpuna að hrásalati en dressingin kemur manni skemmtilega á óvart og gefur þessa creamy áferð með smá sætu bragði og minnir óneytanlega á klassískt hrásalat með mæjó, nema ferskara…. æji þið skiljið þegar þið prófið.
Fullkomið sem hliðarsalat með nánast hverju sem er.
Færslan er unnin í samstarfi við Beutelsbacher á íslandi. Eplaedikið frá Beutelsbacher er sennilega lykilhráefnið til að fá þetta “mæjó” bra
Smörrebröd með marineruðum gulrótum og lífrænni graflaxsósu.
Döðlusíróp er eitthvað sem ég uppgötvaði nýlega og ég elska að nota það í dressingar. Í fyrra smakkaði ég graflaxsósu í fyrsta sinn og ég er mikil sinnepskona og elska dill svo þetta var nýtt og skemmtilegt bragð fyrir mér. Þessi sósa virðist tengjast hátíðunum þó ég þekki þessa hefð alls ekki en mig langaði að gera lífræna graflaxsósu og prófa mig áfram með hátíðlegt smörrebröd. Hér erum við með smörrebröd, sem væri að sjálfsögðu hægt að bera fram sem minni snittur, með grænum blöðum, avocado,
Kasjúhnetusmurostur með graslauk
Hér er á ferð algjörlega ruglaður smurostur, mínir bragðlaukar segja að hann toppi alla aðra smurosta hvort sem þeir séu vegan eða ekki. Ostinn má smyrja á brauðmeti eða kex eða setja útá pastað. Hann er æðislega mjúkur og fer í raun vel með nánast hverju sem er og hægt að nota hann sem ídýfu fyrir grænmeti eða snakk á góðu kósýkvöldi, já eða eins og á bakkanum á myndinni. Það besta við ostinn að hann inniheldur fá hráefni og er án allra aukaefna.
Rauðrófusalat með próteinspírum og ristuðum sesamfræjum
Þetta salat er ekki bara ótrúlega gott heldur algjört dúndur hvað varðar næringu. Rauðrófurnar þarf varla að kynna en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eru tíður gestur á miðlinum mínum. Þær eru fullar af næringu, járni og styðja einnig við nýrun og lifrina sem gegna meðal annars því mikilvægi hlutverki að hreinsa kroppinn. Til að trompa þetta salat bætum við útí spíraðri próteinblöndu (spíraðar linsur og mungbaunir) sem er frábær uppspretta af basískum próteinum. Auk þess eru spíraðar linsur og baunir auðmeltanlegar og næringin auðveld í upptöku sem sparar líkamanum orku.
Lifandi guacamole
Ég er mikill súrkálsunnandi og var glöð að heyra að súrkálsúrvalið fer ört stækkandi í Krónunni. Ég fæ oft spurningar hvaða súrkál ég mæli með fyrir byrjendur og þar sem ég elska bara allt súrkál er ég sennilega ekki rétti aðilinn til að svara þessu en mögulega gæti þessi uppskrift komið til aðstoðar. Dagný sem rekur súrkál fyrir sælkera deildi um daginn með mér brilliant hugmynd að nýta súrkál sem sýrugjafann í guacamole. Ég prófaði það strax um kvöldið og vá það er alveg truflað! Bragðið er í raun bara ekta guacamole bragð en þú færð góðgerla sem bónus, sannkallað “lifandi gaucamole”. Ég notaði sítrónukálið ljúfa sem núna mun fást í verslunum Krónunnar.
Hratkex … fyrir alla þá sem spyrja mig að því hvað ég geri úr djúshratinu
“Hvað geriru við hratið?” er sennilega algengasta spurningin sem ég fæ þessa dagana í gegnum instagram, í það minnsta í hvert sinn sem ég sýni frá söfunum mínum. Djúsvélina hef ég notað daglega síðan í desember og það er kannski kominn tími á að ég svari þessari spurningu almennilega …. og með uppskrift.
Ég djúsa það mikið að ég næ alls ekki að nýta allt hratið. Í byrjun þegar ég var að finna taktinn í að djúsa daglega fór það mesta í ruslið en svo hófust kextilraunir og þá var ekki aftur snúið. Hér deili ég með ykkur hrákexi eða hratkexi þar sem ég nýti djúshratið úr gulrótum. Kexið er frábært með hverskonar smuráleggi og getur einnig borðast sem snakk. Í takt við lifandi lífstíl fannst mér viðeigandi að bera það hér fram með guacamole og toppa með “lifandi” spírum!
Það má segja að spírur séu hið fullkomna skraut, skraut með alvöru tilgang! Skrau
Gazpacho
Gazpacho er köld tómatsúpa sem gjarnan er borðuð á Spáni og Portúgal á heitum sumardögum. Ég verð vör við það að margir séu að spá í því í hvaða röð matur skal borðaður og þá helst í sambandi við blóðsykursstjórnun. Með þessari uppskrift langar mig að sá fræi inní þá umræðu þó með allt annan fókus. Gazpacho súpa er nefninlega frábær sem forréttur til að leggja grunn fyrir komandi máltíð, þá sérstaklega ef máltíðin er elduð.
Ferskt og hrátt grænmeti inniheldur trefjar og ensím sem eru nauðsynleg fyrir meltinguna okkar og vítamínin eru í sinni upprunalegu mynd. Við eldun tapast náttúruleg ensím fæðunnar og göngum við þá á birgðir líkamans. Meltingaóþægindi geta gert vart við sig ef okkur skortir ensím.
Möndlukurl, salatkurl eða máltíðarkurl sem gefur máltíðinni þetta litla extra
Salatkurl er akkurat það sem þarf til að poppa upp hvaða salat sem er. Já eða í raun hvaða máltíð sem er, það er nefninlega líka gott t.d. útá dahl, súpur eða aðra pottrétti. Ég á nánast alltaf svona í krukku uppí hyllu. Ég nota þetta sérstaklega mikið á salöt þessa dagana bæði til að upphefja brögðin úr salatinu þar sem það er salt í kurlinu, en einnig til að bæta við auka fitu og skemmtilegu crunchi. Þetta er einmitt frábær leið til að bæta við látlausum kaloríum eða ofurfæðu og gera salatið meira saðsamt og fjölbreytt af næringu.
MöndluMæjó
Þessa dagana hef ég mikið verið að borða salöt. Lykillinn að góðu salati er góð dressing, ég hef því mikið verið að prófa allskonar dressingar til að gera salötin skemmtileg og fjölbreytt. Ágæt þumalputtaregla í dressingu er að hafa fitugjafa og eitthvað súrt, sætt og salt…. og svo má hugamyndaflugið hlaupa af stað. Fitugjafinn þarf ekki endilega að vera olía heldur er hægt að leika sér með hnetur, möndlur, fræ eða lárperu. Ég var oft að gera allskonar sósur úr kasjúhnetum en þar sem möndlur eru basískari hafa þær aðeins verið að heilla mig meira en hnetur þessa dagana.
Jólalegt brokkólísalat með rauðkáli og trönuberjum
Jólalegt brokkólísalat. Mögulega eru það trönuberin sem gera það jólalegt … og grænu liturinn í brokkólíinu. Rauðkál er líka svolítið hátíðlegt grænmeti er það ekki? Þetta er allavega einstaklega ferskt og fallegt salat með vott af hátíðlegu bragði sem passar ofboðslega vel með jólamatnum sem stundum getur verið þungur og saltur. Þetta salat er auðvitað gott allan ársins hring en einhvernegin höfum við verið að tengja það við jólin síðustu ár.