Eggaldin bruschettur

Hér erum við með ótrúlega skemmtilegar glútenlausar eggaldin bruschettur sem henta vel fyrir þá sem vilja minnka eða sneiða framhjá brauði. Við hugmyndavinnu við þessa uppskrift sá ég þær fyrir mér sem fullkominn forrétt á sólríkum degi í góðum félagsskap. Ég viðurkenni að ég er farin að þrá svoleiðis daga. Réttinn er auðveldlega hægt að taka með sér í boð þar sem hægt er að elda eggaldinið og útbúa bruschetta mixið deginum áður. Réttinn má borða heitann og kaldann.

Færslan er unnin í samstarfi við GerumDaginnGirnilegan.is.

Þú þarft:

Eggaldinið:

  • 1 eggaldin

  • ólífuolíu

  • organic liquid basil

Bruschettamix:

  • 3 tómatar

  • 1-2 hvítlauksrif

  • 2 tsk balsamicedik

  • 1 tsk kaldpressuð ólífuolía

  • lítil handfylli basil og auka til að toppa með

  • salt

Aðferð:

  1. Byrjið á að skola og skera eggaldinið í ca 1 cm sneiðar. Dreifð úr sneiðunum á bretti, gerið göt í hverja sneið með gaffli og stráið ca hnífsoddi af salti á hverja sneið. Leifið eggaldininu að svitna í amk 10 mínútur.

  2. Þerrið eggaldinið vel með eldhúsbréfi og komið eggaldinsneiðunum fyrir á bökunarpappír.

  3. Dreifið ca 1 tsk af organic liquid basil á hverja sneið og 1 tsk af ólífuolíu. Bakið í 15 mínútur á 200°.

  4. Útbúið bruschettamixið með því að skera tómatana og basilikuna smátt, rífa hvítlaukinn og blanda saman við restina af hráefnunum.

  5. Þegar eggaldinið er klárt, toppið þá hverja eggaldinsneið með bruschettamixi og auka basiliku.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Súkkulaðiíspinnar

Next
Next

Kasjúíspinnar með vanillu og pistasíuhnetum