Eggaldin bruschettur
Hér erum við með ótrúlega skemmtilegar glútenlausar eggaldin bruschettur sem henta vel fyrir þá sem vilja minnka eða sneiða framhjá brauði. Við hugmyndavinnu við þessa uppskrift sá ég þær fyrir mér sem fullkominn forrétt á sólríkum degi í góðum félagsskap. Ég viðurkenni að ég er farin að þrá svoleiðis daga. Réttinn er auðveldlega hægt að taka með sér í boð þar sem hægt er að elda eg
Gazpacho
Gazpacho er köld tómatsúpa sem gjarnan er borðuð á Spáni og Portúgal á heitum sumardögum. Ég verð vör við það að margir séu að spá í því í hvaða röð matur skal borðaður og þá helst í sambandi við blóðsykursstjórnun. Með þessari uppskrift langar mig að sá fræi inní þá umræðu þó með allt annan fókus. Gazpacho súpa er nefninlega frábær sem forréttur til að leggja grunn fyrir komandi máltíð, þá sérstaklega ef máltíðin er elduð.
Ferskt og hrátt grænmeti inniheldur trefjar og ensím sem eru nauðsynleg fyrir meltinguna okkar og vítamínin eru í sinni upprunalegu mynd. Við eldun tapast náttúruleg ensím fæðunnar og göngum við þá á birgðir líkamans. Meltingaóþægindi geta gert vart við sig ef okkur skortir ensím.
Pylsa með dass af töfrabragði
Ég fékk að taka þátt í svo ótrúlega skemmtilegri herferð með Krónunni síðasta sumar. Herferðin hét Dass af töfrabragði og var fókus á grilluppskriftir fyrir góða veðrið. Ég gerði könnun á instagram til að athuga hvort fylgjendur mínir myndu geta giskað á hvaða töfrabragð ég myndi nota…. Ég komst að því að ég er mjög fyrirsjáanleg og voru mjög margir sem giskuðu á SÚRKÁL ! Haha og það var nákvæmlega það sem ég hafði hugsað mér sem “töfrabragð” en í þessari uppskrift leyfum við Rauðmeti og Kimchi frá súrkál fyrir sælkera að sjá um töfrana.