Pylsa með dass af töfrabragði

Ég fékk að taka þátt í svo ótrúlega skemmtilegri herferð með Krónunni síðasta sumar. Herferðin hét Dass af töfrabragði og var fókus á grilluppskriftir fyrir góða veðrið. Ég gerði könnun á instagram til að athuga hvort fylgjendur mínir myndu geta giskað á hvaða töfrabragð ég myndi nota…. Ég komst að því að ég er mjög fyrirsjáanleg og voru mjög margir sem giskuðu á SÚRKÁL ! Haha og það var nákvæmlega það sem ég hafði hugsað mér sem “töfrabragð” en í þessari uppskrift leyfum við Rauðmeti og Kimchi frá súrkál fyrir sælkera að sjá um töfrana.

Ég kynni því Oumph the banger með dass af töfrabragði!✨🌭✨

Pylsa með öllu hefur nú fengið nýja merkingu !

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna.

Þú þarft:

Gunnur

  • Pylsubrauð

  • Oumph the banger

  • Vals tómatsósa

  • Laukur

  • Steiktur laukur

Nr.1.

  • Grunnur
    + kartöflusalat
    + rauðmeti frá súrkál fyrir sælkera

Nr.2.

  • Grunnur
    + kimchi cole slaw

Eða Nr.1 + Nr.2

  • Grunnur
    + kartöflusalat
    + kimchi cole slaw
    + rauðmeti frá súrkál fyrir sælkera

Kartöflusalat:

  • 500 gr forsoðnar kartöflur

  • 5 súrar gúrkur

  • 3 vorlaukar

  • 3/4 dl vegan krónu mæjó (ca)

  • 1 msk sinnep dijon

  • 1 tsk laukduft

  • 1 tsk paprikukrydd

  • Hnífsoddur salt

Aðferð:

  1. Kartöflur, súrar gúrkur og vorlaukur skorið smátt og svo öllu hrært saman.

Kimchi cole slaw (ca):

  • 1 dl kimchi frá súrkál fyrir sælkera

  • 1 dl vegan krónu mæjó

Aðferð:

  1. Blanda!

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Tikkamasala tófú

Next
Next

Mega boltar… Omega 3 boltar