Quinoa salat með grænáli og ólífum
Síðasta sumar fórum við í útilegu og vinkona mín tók með sér ferskt quinoa salat í nesti. Það var meira með asísku ívafi en þetta kveikti svo sannarlega á quinoasalats dellu hjá mér. Svo tókum við Ragnar núllstillingu í mattarræðinu og þetta quinoa salat með hvítlauks-sítrus dressingu, ólífum, grænkáli og döðlum varð algjört uppáhald. Hentar vel í útilegu nesti, sem má borða kallt og er æðislega bragðgott. Frábært líka til að kippa úr ísskápnum og hafa sem meðlæti við fljótlega máltíð. Einnig frábært að bæða við dós af nýrnabaunum útí og gera það enn matmeira.
Tikkamasala tófú
Indverskur creamy pottréttur með tófúbitum, ég lofa þér einfaldleika og minimum effort eldamennsku sem kemur ekki niður á bragðinu. Ég notast við mitt uppáhalds tikkamasala paste frá Pataks (ath ekki tikkamasala sósuna heldur paste-ið) en það einhverneginn gerir allt svo gott.
Pylsa með dass af töfrabragði
Ég fékk að taka þátt í svo ótrúlega skemmtilegri herferð með Krónunni síðasta sumar. Herferðin hét Dass af töfrabragði og var fókus á grilluppskriftir fyrir góða veðrið. Ég gerði könnun á instagram til að athuga hvort fylgjendur mínir myndu geta giskað á hvaða töfrabragð ég myndi nota…. Ég komst að því að ég er mjög fyrirsjáanleg og voru mjög margir sem giskuðu á SÚRKÁL ! Haha og það var nákvæmlega það sem ég hafði hugsað mér sem “töfrabragð” en í þessari uppskrift leyfum við Rauðmeti og Kimchi frá súrkál fyrir sælkera að sjá um töfrana.
Kjúklingabaunir í tikkamasalasósu
Indverskur kjúklingabaunaréttur í rjómakenndri tikkamasalasósu borið fram með hrísgrjónum og vegan jógúrtsósu. Þessi réttur er kjörinn þegar þú þráir eitthvað saðsamt, gott og einfalt. Ég viðurkenni að ég elska tilbúnar kryddblöndur og krydd-paste þar sem þau geta einfaldað eldamennskuna svo mikið en tryggja samt sem áður ríkulegt og gott bragð. Hér nota ég tikka-masala paste-ið frá Pataks sem er vegan og er orðið standart að eiga til í ísskápnum.
Kalt pastasalat með rauðu pestó
Kalt pastasalat með rauðu lífrænu pestó, grænum ólífum, papríkum, rauðlauk og ruccola.