Kalt pastasalat með rauðu pestó

Kalt pastasalat með rauðu lífrænu pestó, grænum ólífum, papríkum, rauðlauk og ruccola.

Færslan er unnin í samstarfi við gerumdaginngirnilegan.

Þú þarft:

  • 500 gr dececco pasta

  • 1 krukka vegan rautt pestó frá Rapunzel

  • 1/2 dl vegan mæjónes

  • 1 rauð papríka

  • 1 gul papríka

  • 1/2 rauðlaukur

  • 100 gr ruccola

  • 1 krukka grænar steinlausar ólívur

  • 1 msk oreganó

  • Jurtasalt eftir smekk

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.

  2. Kælið pastað með því að skola það með köldu vatni.

  3. Skerið grænmetið smátt og blandið öllu saman.

  4. Mæli með að bera fram með auka pestó og súrkál.

Fullkomið í nestisboxið fyrir ferðalagið/pikknikk.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Indverskar vefjur með tófú og chutney

Next
Next

Karrý pasta með Madras tófú