Indverskar vefjur með tófú og chutney
Þessar vefjur uppfylla svo sannarlega mína skilgreininguna á comfort food. Það eru sennilega allir sem hafa fylgt mér á instagram í einhvern tíma búnir að átta sig á að ég ELSKA tófú…. og kóreander…. og indverskt… Setjum það svo allt saman inní vefju og hAlelúJA!
Færslan er unnin í samstarfi við gerumdaginngirnilegan.
Þú þarft:
125 gr stökk salatblöð (eins og td íssalat frá lambhaga)
1 pakka mission vefjur með grillrönd
2 pakka tófú (450gr/stk)
3 msk soja sósa
1-2 msk sesamolía
2 msk pataks tikkamasala paste
4 gulrætur
1/4 lítill rauðkálshaus
1/2 rauðlaukur
2 dl oatly hrein hafrajógúrt
1/2 sítróna
2 hvítlauksrif (1/4-1/2 geiralaus hvítlaukur)
1/4 tsk jurtasalt
Pataks mango chutney
Kóreander
Aðferð:
Byrjið á að taka tófúið úr pakkningunni og skola það. Vefjið svo eldhúsbréfi þétt utan um tófúið og þerrið það eins og hægt er. Því næst er tófúið skorið í strimla þar sem tófúið er skorið sirka 4 skurði í gegnum það endilangt, kubbnum svo velt á næstu hlið og skorið eins eftir endirlöngu tófúinu og að lokum er kubburinn skorinn þvert á miðjann kubbinn.
Blandið saman sesamolíu, tikkamasala paste-i og sojasósu saman og veltið tófúinu uppúr. Mér finnst best að setja tófústrimlana og marineringuna saman í nestisbox með loki og hrista það saman. Leyfið tófúinu að draga í sig marieringuna í amk 15 mínútur*.
Dreifið tófústrimlunum á bökunarplötu með bökunarpappír og hitið í ofni á 200°C í 20 mínútur*. Ágætt er að velta tófúinu við eftir 10 mínútur.
*Athugið að það má auðvitað pressa tófúið og marinera það í lengri tíma en það þarf ekki. Gætið þó að því að ef tófúið er pressað þá getur bökunartíminn verið styttri.
Rífið niður gulræturnar og skerið rauðkálið og rauðlaukinn í strimla. Útbúið jógúrtsósuna með því að blanda saman jógúrtinni, safa úr hálfri sítrónu, salti og rifnum hvítlauk.
Hitið tortillapönnukökur, eina í einu í stutta stund á þurri pönnu.
Berið fram sem vefju smurða með mangó chutney og fyllt með íssalati, rifnu grænmeti, tikkamasala tófústrimlum kórender og jógúrtsósu. Njótið!
Verði ykkur að góðu.