Grískt salat með basil tófúteningum
“Salat season is here”! Grískt salat er eitthvað sem flestir kannast við og er einstaklega sumarlegt. Hér fyrir neðan er uppskrift af marineruðum tófúteningum og hvernig ég nota þá í grískt salat. Í staðinn fyrir fetaost er ég að nota marinerað basil tófú sem gefur salatinu skemmtilega fyllingu, bragð og auka prótein. Fullkomið salat til að bera fram með grilluðu grænmeti í sumar eða með past
Asískt salat með tófú
Hér er salat sem hefur verið í miklu uppáhaldi en tófú og asískar dressingar er eitthvað sem ég fæ aldrei leið á. Ég átti alltaf eftir að birta uppskriftina hér á síðunni en þessa birti ég á instagram í janúar í fyrra og uppskriftina er einnig að finna í uppskriftaappi krónunnar og því hægt að kaupa allt í uppskriftina með einu klikki, frekar þægilegt.
Karrý tófúsalat
Ég fæ stundum spurningu um hvort sé í lagi að borða tófú “hrátt”. Ójá það er sko í góðu lagi og er það einmitt alveg tilvalið að nota í ýmis brauðsalöt. Það gerir salatinu fyllingu sem gerir það matmeira og auk þess próteinríkt. Hér er karrýtófúsalat sem ég geri aftur og aftur og mögulega á ég það til að tvöfalda uppskriftina. Salatið er tilvalið sem svona klassískt brauðsalat með brauði og kexi á veisluborði en er líka gott á sumarhlaðborðið með bökuðu kartöflunni eða á ristað brauðið sem fljótleg máltíð. Það er kannski einfaldara að segja bara að það sé gott með ÖLLU.
Spæsí chipotle salat
Hér erum við með ótrúlega ferskt og gott salat með spicy tófú og jalapeno dressingu. Algjör bragðlauka bomba. Við getum sagt að þetta salat sé sumarlegt og saðsamt.
Hversdagslegt tófú í ofni með quinoa og jógúrt dillsósu
Hversdagslegt tófú í ofni með quinoa og jógúrt dillsósu. Svona týpísk þriðjudagsmáltíð. Tófú í staðinn fyrir fiskinn? ;)
Ferskt Thai tófú salat með uppáhalds miso dressingunni
Salat, tófu og misodressing allt í einni skál!? Það verður varla betra. Það fer ekki framhjá neinum að ég elska tófú en tófú hefur faktíst verið uppáhalds maturinn minn frá því ég man eftir mér. Hér er thaí inspireraður núðluréttur með tófú og minni uppáhalds miso dressingu.
Tikkamasala tófú
Indverskur creamy pottréttur með tófúbitum, ég lofa þér einfaldleika og minimum effort eldamennsku sem kemur ekki niður á bragðinu. Ég notast við mitt uppáhalds tikkamasala paste frá Pataks (ath ekki tikkamasala sósuna heldur paste-ið) en það einhverneginn gerir allt svo gott.
Indverskar vefjur með tófú og chutney
Indverks vefja með tófú, chutney, ferskri jógúrt sósu og kóreander. Þessar vefjur uppfylla svo sannarlega mína skilgreininguna á comfort food. Það eru sennilega allir sem hafa fylgt mér á instagram í einhvern tíma búnir að átta sig á að ég ELSKA tófú…. og kóreander…. og indverskt… Setjum það svo allt saman inní vefju og hAlelúJA!
Palak tófú
Hér er vegan útgáfa að klassískum Palak "Paneer" en í stað ostsins (paneer) þá nota ég tófú.
Spicy Tófú spjót á grillið
Tófúspjót á grillið. Tófú er algjörlega mitt uppáhald og vel ég það framyfir allar þær kjötlíkis afurðir á markaðnum. Það er engin undantekning þegar það kemur að því að grilla en það má vel skella því á grillið og endalaust hægt að leika sér með marineringar. Hér erum við með tófúsprjót með spicy indversku þema, borið fram með hvítlauksjógúrsósu.
Próteinrík Búddah skál
Flestir veganar hafa fengið spurninguna hvar færðu þá prótein? Hér höfum við skál með meðal annars quinoa, tófu, nýrnabaunum, möndlum og tahini og allt eru þetta próteingjafar úr plönturíkinu.