Próteinrík Búddah skál

Flestir veganar hafa fengið spurninguna hvar færðu þá prótein? Hér höfum við skál með meðal annars quinoa, tófu, nýrnabaunum, möndlum og tahini og allt eru þetta próteingjafar úr plönturíkinu.

Færslan er unnin í samstarfi við Innness heildsölu sem flytur inn Rapunzel

Þú þarft:

  • olía til steikingar

  • 2 bollar quinoa

  • 4 bollar vatn

  • 1 grænmetisteningur

  • 2 msk safi úr sítrónu

  • 1 stk 450gr tófúkubbur

  • 3 msk soja sósa

  • 350 gr íslenskt grænkál

  • 2 Avocado

  • 1 dós nýrnabaunir frá Rapunzel

  • 1/2 dl möndlur

Tahini sósa:

  • 1 dl ljóst tahini frá Rapunzel

  • 2 msk safi úr sítrónu

  • 1/2 msk hlynsíróp frá Rapunzel

  • 1 dl vatn

  • 1-2 hvítlauksrif (valfrjálst)

  • salt

Pikklaður laukur:

  • 2 laukar

  • 2 dl vatn

  • 1/2 dl hrísgrjónaedik

  • 2-3 msk sykur

Aðferð:

  1. Byrjið á að pikkla rauðlauk með því að setja edik, vatn og sykur í pott og látið sjóða þar til sykurinn bráðnar. Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og komið honum fyrir í krukku. Hellið edikblöndunni yfir laukinn og leyfið honum að pikklast í amk 15 mínútur.

  2. Sjóðið 2 bolla af quinoa í 4 bollum af vatni ásamt grænmetiskrafti í umþb 13 mínútur með loki á miðlungs hita. Kreystið svo ca 2msk af sítrónusafa yfir quinoað þegar það er tilbúið.

  3. Útbúið tófúið með því að þerra það léttilega með eldhúspappír og skerið svo í litla (2cm x 2cm) bita. Steikið í ca 1 msk af olíu á frekar háum hita og veltið tófúinu við reglulega þar til gulleit skorpa myndast. Lækkið hitann og setjið 3 msk af sojasósu, ef pannan er alveg þurr má setja smá olíu með. Leyfið tófúinu að draga allan vökvann í sig.

  4. Grænkálið. Hitið 1 msk af olíu á háum hita á pönnu. Þegar olían er orðin vel heit skellið grænkálinu á pönnuna ásamt grófu salti og svissið á pönnunni í stutta stund og veltið því til. Grænkálið ætti að mýkjast og verða dökkgrænt.

  5. Útbúið sósuna með því að setja allt nema vatnið í blandara og bætið svo vatni saman við í litlum skömmtum þar til áferðin er orðin svipuð og á jógúrti. Einnig er hægt að setja allt í krukku með loki og hrista saman.

  6. Siktið vökvann frá nýrnabaununum og skolið þær með vatni og saxið möndlurnar smátt.

  7. Berið fram sem buddah skál með quinoa grunni, toppaða með grænkáli,  nýrnabaunum, avocado, pikkluðum lauk ásamt tahinisósu og muldum möndlum.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Spicy Tófú spjót á grillið

Next
Next

Lífrænt appelsínu- og súkkulaði granóla