Spicy Tófú spjót á grillið
Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og Gerum daginn girnilegan.
Þú þarft:
2 tófú kubba
3 papríkur
2 rauðlaukar
Marinering:
1/2 dl pataks madras spice paste
2 dl oatly hrein yogurt
1 msk soja sosa
1 tsk laukduft
1/2 dl olia
Raita:
3 dl oatly hrein jógúrt
Safi úr hálfri sítrónu
1 1/2 hvítlauksrif
1 tsk cumin
1 msk söxuð fersk mynta
Hnífsoddur salt
Aðferð
Takið tófúið úr bréfinu og hellið vökvanum af. Þerrið vel með viskustykki eða eldhúsbréfi. *Hér má pressa tófúið ef maður nennir.
Skerið tófúið í kubba.
Blandið saman hráefnum í marineringuna. Raðið tófúinu í fat og þekjið með ca 2/3 af marineringu og leyfið að liggja í marineringunni í ca 30 min (eða lengur, jafnvel daginn áður).
Skerið papríkur og rauðlauk í bita og blandið saman við rest af marineringunni.
Raðið tófúi og grænmeti á grillprjón (bleytið spjótið ef þið notið tréprjóna)
Grillið spjótin !
Á meðan spjótin grillast útbúið dásamlega vegan yogurt Raitu með því að blanda öllu sem sem í hana fer.
Berið tófú spjótin fram með fersku raitunni sem er fullkomin á móti sterka bragðinu í pataks marineringunni.
Uppskriftin er unnin í samstarfi við @kronan.is og @gerumdaginngirnilegan og er Pataks Madras Spice Paste það sem gefur þessum geggjaða grillrétt sannkallað töfrabragð.
Verði ykkur að góðu.
video?