Pataks linsupottréttur

Pataks linsupottréttur með basmati hrísgrjónum. Ódýrt og einfalt.

Linsubaunir er frábærlega hollar og mjög auðvelt að nota þær í pottrétti. Til að einfalda lífið ennþá meira er svo frábært að nýta sér tilbúnar kryddblöndur eða paste eins og Madras Spice pasteið frá Pataks en það er mjög bragðgott og bragðmikið og við notum það mikið í pottrétti eða súpur.

Færslan er unnin í samstarfi við Innness heildsölu sem flytur inn Pataks vörurnar.

Þú þarft:

Fyrir ca 4-5 manns

  • olía til steikingar

  • 2 gulir laukar

  • 3 gulrætur

  • 1 heill geiralaushvítlaukur

  • 6 kartöflur

  • 2 msk Pataks Madras spice paste

  • 1,5 msk tómatpúrra

  • 1 grænmetisteningur

  • 2 dl rauðar linsur

  • 600 ml vatn (soðið ef þú vilt flýta fyrir)

  • 2 dósir saxaðir tómatar

  • 1 1/2 dl haframjólk/rjómi

  • 1/2 lime

  • salt

  • Basmati grjón fyrir 4-5

Aðferð:

  1. Grænmeti saxað smátt og sett í pott og leyfið að því að míkjast aðeins.

  2. Bætið við tómatpúrru, pataks spice paste og grænmetistening og linsunum og blandið.

  3. Bætið vatni og söxuðum tómötum útí. Látið malla í um 10-15 mínútur eða þar til linsurnar og kartöflurnar eru orðar mjúkar.

  4. Bætið síðast útí plöntumjólk/rjóma og lime og smakkið til og saltið eftir þörf.

  5. Sjóðið basmatihrísgjón á meðan pottrétturinn mallar . Sjá leiðbeiningar á pakkningu.

Við fínni tilefni er fullkomið að bera réttinn fram með vegan nanbrauði og vegan raitu.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Palak tófú

Next
Next

Spicy Tófú spjót á grillið