Palak tófú

Hér er vegan útgáfa að klassískum Palak "Paneer" en í stað ostsins (paneer) þá nota ég tófú.

Ef einhver myndi spyrja mig hvað uppáhaldsmaturinn minn sé þá mun ég missa útúr mér "tófú" .... og svo myndi ég líklega segja "indverskur matur". Þið getið þá ímyndað ykkur hvað ég elska indverska rétti með tófú í!

Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.

Þú þarft:

Skref 1

Tófúið:

  • 1-2 msk olía til steikingar

  • 2x450gr tófú (þetta í hvítu pökkunum)

  • 1 geiralaus hvítlaukur

  • 1 msk cumin

  • 1 msk malaður kóreander

  • 2 tsk papríkukrydd

Skref 2

Sósan:

  • 4 tómatar

  • 1 geiralaus hvítlaukur

  • 1 rauður chili

  • 6 cm engifer

  • 200 gr spínatkál

  • 2 bollar oatly hafrarjómi

Skref 3:

  • 1/2 tsk kanill

  • 1 tsk papríkukrydd

  • 1 msk garamasala

  • 2 dl oatly hrein jógúrt (þessi hvíta og bláa)

  • 1-1 1/2 tsk salt

 Aðferð:

  1. Byrjið á að þerra tófúið léttilega, skera það í teninga og steikja í olíu (það þarf minni olíu ef notuð er panna sem ekkert festist á). Bætið svo hvítlauk og kryddum útá og steikið í nokkrar mínútur og blandið vel við kryddin.

  2. Næst er sósan útbúin með því að setja allt sem á að vera í sósunni saman í blender! Ef blenderinn er lítill er hægt að gera hana í skömmtum því allt blandast svo saman í pottinum.

  3. Hellið sósunni útá tófúið og leyfið að malla í  um 10 mínútúr. Bætið svo restinni af kryddum og jógúrtinni útí og leyfið að malla í nokkrar mínútur í viðbót.

Berið fram með hrísgrjónum og jafnvel vegan nan brauði með hvítlauksolíu.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

One pot pasta

Next
Next

Pataks linsupottréttur