One pot pasta
Við gerðum upp íbúðina okkar haustið 2020 og í biðinni eftir borðplötu elduðum við á ferðahellu. Það kom sér þá vel að geta útbúið einfalda rétti í einum potti. Þessi réttur varð til á þessu tímabili og var eldaður oft og mörgum sinnum. Mér fannst svo kjörið að vígja nýja fallega pottinn minn með One Pot uppskrift en potturinn er búinn að bíða þolinmóður í kassa eftir flutningum í meira en ár.
Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.
Þú þarft:
3 msk olíu til steikingar
1/2 geiralausan hvítlauk (kúluhvítlauk)
1 gulan lauk
250 gr sveppi
250 gr kokteil tómata
1,5 msk grænmetiskraftur
4 msk tómatpúrra
500 gr pastaskrúfur frá DEccello
500 ml soðið vatn
500 ml oatly hafrarjómi
1 tsk oregano
1 tsk timjan
1 tsk þurrkuð basilika
1,5 tsk salt
200 gr spínatkál
Aðferð:
Saxið hvítlauk, lauk, sveppi og tómata smátt og steikið í olíunni í nokkrar mínútur.
Bætið svo öllu hinu útí pottinn fyrir utan spínatkálið. Leyfið réttinum að malla í 10- 15 mínútur eða þar til pastað er orðið mjúkt. Rétturinn eldar sig nánast sjálfur en ágætt er þó að hræra í pottinum af og til svo pastað eldist jafnt og ekkert festist í botninum.
Þegar pastað er orðið mjúkt má taka pottinn af hellunni og hræra spínatkálinu samanvið.
Berið gjarnan fram með vegan hvítlauksbrauði.
Verði ykkur að góðu.