Haustlegur pottréttur með grænum linsum og kartöflum
Árstíðin sem kallar á matmiklar súpur og pottrétti er gengin í garð. Þetta má kannski kalla súpu en því lengur sem hún stendur í pottinum verður hún að pottrétti þar sem linsurnar halda áfram að draga í sig vökvann. Grænar linsur eru ótrúlega skemmtilegar því þær halda forminu sínu og verða ekki að mauki. Þær er því líka hægt að nota í köld salöt.
Bleikur hvítbaunahummus með rauðrófu og capers
Hér erum við með ótrúlega ferskan rauðrófuhummus með capers. Já eða baunahræru… tæknilega séð er þetta ekki hummus þar sem “hummus” þýðir “kjúklingabaunir” en hér nota ég hvítar cannellini baunir. Ég leyfi mér þó að kalla þessa baunahræru hummus þar sem það hljómar betur og þennan hvítbaunahummus má bera fram eins og hefðbundin hummus. Ég elska hvað rauðrófan gerir hann fallegan á litinn en tekur ekki yfir bragðið nema gefur skemmtilega sætan keim. Capersinn er svo aðeins meira áberandi í bragðinu. Það er líka skemmtileg tilbreyting að prófa sig áfram með hvítar baunir en þær eru mun mýkri en kjúklingabaunir svo þú þarf ekki að beita neinum trixum eða eiga flóknar græjur til að fá áferðina silkimjúka. Þessi fallega bleiki hummus passar æðislega vel með grænmetisstrimlum og steiktum tortillabútum/kexi eða bara útá pastaskrúfur ásamt salati og súrkáli…. eða bara eins og þú kýst að borða hummus.
Chili sin carne
Heitur chili réttur með smá spæsí kikki og kakó. Vegan útfærsla af hefðbundum “chili con carne” nema með baunum í stað kjöts
Kjúklingabaunir í tikkamasala sósu
Ótrúlega einfaldur og fljótlegur kjúklingabaunaréttur í tikkamasalasósu. Borinn fram með vegan raithu og hýðishrísgrjónum.
Kjúklingabaunir í tikkamasalasósu
Indverskur kjúklingabaunaréttur í rjómakenndri tikkamasalasósu borið fram með hrísgrjónum og vegan jógúrtsósu. Þessi réttur er kjörinn þegar þú þráir eitthvað saðsamt, gott og einfalt. Ég viðurkenni að ég elska tilbúnar kryddblöndur og krydd-paste þar sem þau geta einfaldað eldamennskuna svo mikið en tryggja samt sem áður ríkulegt og gott bragð. Hér nota ég tikka-masala paste-ið frá Pataks sem er vegan og er orðið standart að eiga til í ísskápnum.
Próteinrík Búddah skál
Flestir veganar hafa fengið spurninguna hvar færðu þá prótein? Hér höfum við skál með meðal annars quinoa, tófu, nýrnabaunum, möndlum og tahini og allt eru þetta próteingjafar úr plönturíkinu.