Chili sin carne
Heitur chili réttur með smá spæsí kikki og kakó. Vegan útfærsla af hefðbundum “chili con carne” nema með baunum í stað kjöts.
Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.
Þú þarft:
Olía til steikingar
1 geiralaus hvítlaukur
1 rauðlaukur
1 rauður chili
3 gulrætur
1 kúrbítur
1 rauð papríka
1,5-2 teningar jurtakraftur
1,5 tsk kakóduft
1,5 tsk papríkuduft
1 msk tómatpúrra
2 dósir maukaðir tómatar
1 msk eplaedik
1 dós lífrænar nýrnabaunir, ég nota frá Rapunzel
1 dós lífrænar maísbaunir, ég nota frá Rapunzel
1 dl vatn
salt
Borið fram með:
Hýðishrísgrjón eða önnur hrísgrjón
Oatly sýrður rjómi
Avocado
Ferskur kóreander
Nachos flögur
Aðferð:
Sjóðið hýðishrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
Hitið smátt saxaðan hvítlauk, rauðlauk, og chili í smá olíu. Bætið kryddum, tómatpúrru, kakói og jurtakrafti útí ásamt smátt söxuðum gulrótum og kúrbít og blandið vel.
Bætið maukuðum tómötum, ediki og vatni útí og leyfið að malla í amk 15 mínútur.
Að lokum er baununum bætt útí og leyft að malla í 5 mínútur í viðbót.
Berið fram með vegan sýrðum rjóma, avocado, ferskum kóreander og nachos flögum.
Verði ykkur að góðu.