Klassískur hummus

Einn klassískur hummus eins og ég geri hann. Ég elska tahini og ég vil hafa MIKIÐ af ljósu tahini í mínum hummus.

Þú þarft:

  • 2 bollar soðnar lífrænar kjúklingabaunir

  • 250g ljóst tahini

  • 1 geiralaus hvítlaukur (kúluhvítlaukur)*

  • safi úr 1-1 1/2 sítrónu

  • 1/3 bolli olía

  • 1/3 bolli ískalt vatn

  • ca 1/2 tsk jurtasalt

  • Krydd til að toppa með, t.d. sumac & za’atar og góð ólífuolía

Aðferð:

  1. Byrjið á að setja kjúklingabaunirnar í matvinnsluvél, látið vélina vinna í dágóðan tíma með nokkrum stoppum þar sem skafað er meðfram hliðunum.

  2. Því næst er tahini og sítrónu safa og hvítlauk bætt útí. Loks er olíu og vatni bætt útí í mjórri bunu á meðan matvinnsluvélin vinnur.

  3. Að lokum er hann smakkaður til og mögulega meiri sítrónu og salti bætt við eftir smekk.

  4. *Það er líka smekksatriði hversu mikinn hvítlauk maður fílar svo það er ágætt að setja kannski minna fyrst og bæta meiru við.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Chili sin carne

Next
Next

Mexikósk tómatsúpa með baunum