Mexikósk tómatsúpa með baunum
Mexikósk tómatsúpa með baunum og toppuð með nachos, vegan osti, kóreander og oatly sýrðum rjóma.
Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.
Þú þarft:
Súpan:
2 gulir laukir
1 geiralaus hvítlaukur
1 rauður chili (steinhreinsið ef þið þolið illa sterkt)
2 tsk cumin
2 tsk papríkukrydd
2 tsk malaður kóreander
2 msk grænmetiskraftur (eða 2 teningar)
2 flöskur lífræn tómatpasata (425gr/flaska)
2 flöskur lífræn maukaðir tómatar (425gr/flaska)
Vatn, ca ein og hálf tómatflaska fyllt af vatni (til að ná í leiðinni rest úr tómatflöskunni) (650ml)
2 papríkur (ein rauð og ein gul)
1 dós gular baunir (gjarnan lífrænar)
1 dós svartar baunir
1 askja hafrasmurostur (blái)
Toppað með:
Rifinn vegan ostur, t.d rifinn violife epic major
Oatly sýrður rjómi
Svart doritos eða nachos
Kóreander
Aðferð:
Saxið niður lauk og hvítlauk og steikið í smá olíu ásamt kryddunum. Bætið svo maukuðum tómötum, tómatpasata og vatni útí. Þegar suðan er komin upp er baununum, papríku bætt útí.
Leyfið súpunni að malla í dágóðan tíma (ca 15-20 mínútur). Að lokum er hafrasmurostinum hrært útí þar til hann er allur bráðnaður. Saltið til eftir smekk.
Berið fram með rifnum vegan osti, vegan sýrðum (oatly svarta), doritos eða nachos og kóreander.
Verði ykkur að góðu.