Hversdagslegt tófú í ofni með quinoa og jógúrt dillsósu

Hversdagslegt tófú í ofni með quinoa og jógúrt dillsósu. Svona týpísk þriðjudagsmáltíð. Tófú í staðinn fyrir fiskinn? ;)

Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.

Þú þarft:

  • 2 dl quinoa

  • 4 dl vatn

  • 1 teningur jurtakraftur

  • 1 kubbur Tófú (450gr)

  • 1 msk tamari sósa

  • 2 msk olífuolía

  • 1 msk cajun krydd frá @kryddhusid

Jógúrt dill dressing:

  • 3 dl hrein hafrajógúrt frá oatly

  • 2 msk safi úr sítrónu

  • 1 dl ferskt smátt skorið dill

  • 2 msk olífuolia

  • smá salt

Meðlæti:

  • Salat

  • 1 dl smátt saxaðar pekanhnetur

  • ½ dl trönuber

  • ½ dl saxaður graslaukur

Aðferð:

  1. Þerrið tófúið með eldhúspappír eða viskustykki. Það er mjög gott ef hægt er að leggja eitthvað þungt ofaná það og leyfa því að pressast í einhverja stund en það þarf ekki.

  2. Skerið tófúið í sneiðar og veltið því uppúr olíunni, tamari og Cajun kryddi. Leyfið tófúínu að draga í sig marineringuna í ca. 10 mínútur.

  3. Bakið tófúið í ofni á 200° i 20 mínútur.

  4. Sjóðið quinoað á miðlungsháum hita þar til það hefur dregið vatnið í sig, það tekur um 10-12 mínútur.

  5. Útbúið sósuna með því að blanda saman oatly jógúrtinni, olíu, safa úr sítrónu, smátt skornu dilli og smá salti.

  6. Berið tófúið fram ásamt quinoa, salati, jógúrt dill sósu og toppið gjarnan með pekanhnetum, trönuberjum og graslauk.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Páskahrákaka með mangóbragði

Next
Next

Vegan crossaint-bollur