Páskahrákaka með mangóbragði

Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi.

Þú þarft:

Fyrir botninn:

  • 2 bolli pekanhnetur

  • 1 bolli möndlur

  • 15 ferskur döðlur

  • Hnífsoddur salt

Fyrir fyllinguna:

  • 4 bollar frosið mangó

  • ½ bolli hlynsíróp

  • 1 ½ -2 bollar feit jurtamjólk (ikaffe oatly eða kókosmjólk)

  • ½ bolli kókosolía (bráðin)

  • 2 bollar kasjúhnetur

  • Safi úr 2 appelsínum

  • Safi úr 1-1 ½ sítrónu

Skreyta með fallegum ávöxtum:

  • Ég notaði ferskan mangó, jarðaber, blæjuber og appelsínusneiðar.

Aðferð:

  1. Byrjið á að setja pekanhnetur og möndlur í matvinnsluvél og myljið að kurli, bætið svo steinhreinsuðum ferskum döðlum og hnífsoddi af salti útí.

  2. Þjappið mulningum í kökuform, ég nota 20cm form.

  3. Setijð allt sem á að fara í fyllinguna í blender og blandið þar til orðið slétt.

  4. Hellið í kökuformið og setjið kökuna inní frysti. Leyfið kökunni að harðna í allavega 4 klukkutíma eða yfir nótt.

  5. Takið kökuna útúr frysti 30 – 40 mínútum áður en kakan er borin fram og skreytið með fallegum ávöxtum.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Lífrænar hindberjakúlur

Next
Next

Hversdagslegt tófú í ofni með quinoa og jógúrt dillsósu