Ofurferskar kókoskúlur með hindberjum sem allir elska. Tilvalið að eiga í frysti til að geta gripið í sem orkubita eða þegar sykurlöngunin mætir.

Í þessa uppskrift nota ég lífrænar vörur frá Rapunzel.

Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi.

Þú þarft:

  • 15 ferskar döðlur (sem þarf að steinhreinsa)

  • 1 dl lífrænar möndlur

  • 1 dl lífrænar kasjúhnetur

  • 1 dl lífrænt kókos + 1 dl kókos til að velta uppúr

  • 2 msk lífræn kókosolía

  • 2 dl frosin hindber

Aðferð:

  1. Byrjið á að mala möndlurnar, hneturnar og kókos í matvinnsluvél þar til orðið að nokkuð fíngerðu kurli.

  2. Bætið því næst kókosolíu og döðlum og blandið vel. Að lokum er frosnum hindberjum bætt útí og blandað vel.

  3. Búið til kúlur og veltið uppúr kókos. Ágætt er að nota svona sleppiskeið þar sem blandan frekar mjúk.

  4. Geymið kúlurnar í frysti.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Ávaxtasalat með döðlum, kókos & þeyttum hafrarjóma

Next
Next

Páskahrákaka með mangóbragði