Ávaxtasalat með döðlum, kókos & þeyttum hafrarjóma
Ávextir eru góðir einir og sér en þegar búið er að skera þá niður og blanda saman í skál verða þeir eitthvað extra góðir. Bætum svo við þeyttum hafrarjóma og við erum komin með fullkominn eftirrétt fyrir stóra og litla munna. Tilvalið á kósýkvöldi.
Útfærslurnar geta verið óteljandi enda til svo mikið af góðum ávöxtum og berjum en hér kemur mín útfærsla. Mæli með að velja sem mest af lífrænum ávöxtum.✨
Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.
Þú þarft:
2 perur
2 epli
2 appelsínur
1 mangó
1-2 bananar
250 gr jarðaber
2 dl þurrkaðar döðlur
1 ½ dl kókosmjöl
1 peli oatly þeytirjómi
Vegan súkkulaði, t.d hrísgrjónasúkkulaðið frá Rapunzel, ekki nauðsynlegt.
Aðferð:
Skerið ávextina smátt, klippið niður þurrkaðar döðlur og blandið í skál.
Ristið kókosinn á þurri pönnu í örfáar mínútur og dreifið yfir ávaxtasalatið.
Berið fram með þeyttum hafrarjóma frá oatly og toppið með súkkulaði ef vill.
Verði ykkur að góðu.