Vegan burrito með steiktu grænmeti, refried beans og tómatsalsa
Við elskum burrito en þetta er okkar útgáfa sem við gerum nánast í hverri viku. Í þetta burrito notum við refried beans en ég elska að það sé hægt að kaupa tilbúnar refied beans sem er ótrúlega bragðgott og ekki skemmir hvað það er mjúkt og gerir burritoinn extra djúsí. Ég skrifa “við” því Raggi er farinn að taka að sér að gera þennan rétt hér heima sem undirstrikar hvað hann er einfaldur.
Færslan er unnin í samstarfi við Nathan & Olsen.
Þú þarft:
2 msk olía
2 papríkur
2 rauðlaukar
250 gr sveppir
2 msk taco krydd frá old el paso
2 dósir refried beans
Jasmín hrísgrjón fyrir 4
1/2 lime (safinn)
1 pakki stórar tortilla pönnukökur frá old el paso
1 mild salsa frá old el paso
1 askja oatly sýrður rjómi
Tómatsalsa:
4 tómatar
1/2 lime (safinn)
1/2 geiralaus hvítlaukur (eða 2 hvítlauksrif)
2 msk smátt skorinn ferskur kóreander
1/4 tsk salt
Aðferð:
Sjóðið hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum.
Grænmetið skorið í strimla og steikt í olíu og taco kryddi.
Hitið refried beans í potti á miðlungháum hita í nokkrar mínútur og hrærið reglulega.
Útbúið tómatsalsa með því að blanda saman smátt skornum tómötum, pressuðum hvítlauk, limesafa, kóreander og salti.
Hitið tortilla pönnuköku á þurri pönnu í stutta stund og fyllið með hrísgrjónum, refried beans, steiktu grænmeti og tómatsalsa. Berið fram með mildri salsasósu og vegan sýrðum rjóma.
Verði ykkur að góðu.