Vegan burrito með steiktu grænmeti, refried beans og tómatsalsa
Við elskum burrito en þetta er okkar útgáfa sem við gerum nánast í hverri viku. Í þetta burrito notum við refried beans en ég elska að það sé hægt að kaupa tilbúnar refied beans sem er ótrúlega bragðgott og ekki skemmir hvað það er mjúkt og gerir burritoinn extra djúsí. Ég skrifa “við” því Raggi er farinn að taka að sér að gera þennan rétt hér heima sem undirstrikar hvað hann er einfaldur.