Ofnæmisvænar kókoskúlur

Kókoskúlur er eitthvað sem við eigum reglulega heima enda frábært að grípa í milli mála fyrir smá auka orku og það skemmir auðvitað ekki að þær séu sætar og góðar. Kókoskúlur geta verið hlaðnar frábærum næringarefnum og flottar til að grípa með sér í nesti í skólann eða til að borða eftir æfinguna. Hefðbundnar hollari kókoskúlur innihalda þó oft hnetur sem ekki eru svo vinsælar í skólum og jafnvel í þróttahöllum en hér erum við með hnetulausar kókoskúlur þar sem ég nota sólblómafræ í staðinn fyrir hnetur. Ekki bara góðar og hentugar heldur líka skemmtileg leið til að fá börn til að borða fræ.

Read More
Eftirréttir & annað sætt, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Hið víðfræga “Date bark” með quinoa poppi og tahini

Það er skemmtilegt að sjá hvað sumar matarhugmyndir fara á flug um allt internetið. Þetta döðlunammi er einmitt ein þeirra. Aðferðin er algjörlega brillant, svo einföld og fljótleg svo ég skil vel að hún hafi farið viral en svo eru möguleikarnir við samsetninguna endalausir. Ég er tahini unnandi og elska hvernig poppað quinoa gefur skemmtilega áferð, crunch og smá hnetulegan keim sem gefur namminu skemmtilega fyllingu og karakter. Döðlurnar verða eins og tjúí karamella og eru dísætar svo ég toppaði nammið með 100% súkkulaði. Það er auðvitað hægt að nota hvaða súkkulaði sem er en sætan frá döðlunum nær alveg að núlla allt biturt bragð frá 100% súkku

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Heslihnetukubbar

Hér er á ferð ótrúlega einfalt hnetunammi, sennilega það fljótlegasta þar sem maður klessir því bara í form og sker það svo í kubba eftir kælingu. Kakósmjörið gerir það að verkum að þeir harðna í frysti og tolla saman. Ég viðurkenni að í hvert sinn sem ég hef gert þá hugsa ég alltaf um það hversu skemmtilegir þeir væru á svona bakka með berjum, kókoskúlum og kannski kasjúosti og grænmeti, þið vitið svona í partýbakka. Ég hef aldrei náð svo langt þar sem þeir hverfa áður en ég næ að gera ostinn eða kaupa berin en þetta er allavega hugmynd svona ef einhver er að fara að halda partý.

Read More
Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Glútenlausar carob múffur

Ég var vön að baka súkkulaðibananabrauð eða muffins í hvert sinn sem ég átti brúna banana, við erum alveg húkt á því. En svo ákvað ég, útaf svolitlu, að taka út glútein og leggja áherslu á basíkst matarræði. Ég hef því meira notað carob uppá síðkastið í staðinn fyrir kakó þar sem carob er basískara…. og mér finnst það líka bara skemmtileg tilbreyting, það er náttúrulega sætt og æðislega gott. Ég nota það líka til að toppa smoothieskálar og krakkarnir eru sjúk í það. Ég fór þó að sakna þess að baka bananamúffur og borða með krökkunum svo ég ákvað að gera tilraunir til að gera glúteinslausar sykurlausar muffins og ég er bara nokkuð ánægð með útkomuna. Þær hafa horfið hratt hingað til á mínu heimili. Ég myndi ekki bera þessar muffins saman við dísætar sykraðar bakarísmuffins þar sem þetta eru bara annarskonar muffins, þær flokkast frekar sem skemmtilegt millimál og eru frábærar í nestisboxið.

Read More
Eftirréttir & annað sætt, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Myntuís með "súkkulaði"

Ís, hver elskar ekki ís? Hér er einn ferskur og algjörlega sykurlaus ís sem þó slær á sykurlöngunina og nærir okkur í leiðinni… svona ís sem má borða í morgunmat og alveg einstaklega góður. Spínatið gerir ísinn grænan en bragðið fer algjörlega í felur, frosnu bananarnir sjá um áferðina, döðlurnar gera hann extra sætann, kakósmjörið og kakónibburnar leika svo hlutverk súkkulaðibitanna og gera það bara einstaklega vel, myntan setur svo punktinn yfir i-ið og gerir hann að ferskum myntuís.

Read More
Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Kosmoskúlurnar hans pabba

Pabbi er mögulega mesti sælkeri sem ég þekki en hefur nú gert rosalega breytingu á sínum matarvenjum síðustu mánuði. Hlakka til að segja ykkur meira frá því og hversu magnaða hluti hann hefur upplifað í kjölfarið. Sælkerinn blundar alltaf í honum svo hann fór að búa sér til hollar lífrænar nammikúlur til að hafa með sér í vinnuna og til að bjóða barnabörnunum og vinum uppá.

Read More
Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Hollar lakkrís- & sítrónukúlur

Mér ber skylda að vara ykkur við þessum kúlum….. því þær eru einfaldlega ávanabindandi. Þetta eru þær allra bestu kúlur sem ég hef nokkurntíman smakkað en ég er líka veik fyrir lakkrís. Þessar urðu til í september í fyrra þegar ég var að reyna að brjóta ákveðið venjumynstur þar sem ég leitaði mikið í sykur á kvöldin. Þessar uppfylltu allar mínar óskir og fullnægðu sy

Read More
Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Piparkökukúlur

Hvað er meira jóla en piparkökur? Hér erum við með hollar hrákúlur eða orkukúlur sem bragðast eins og piparkökur. Þessar toppa hefðbundnar piparkökur að mínu mati og mesti plúsinn er að þær gefa þér alvöru orku. Kanill, negull, malaður engifer og kardimommur eru kryddin sem galdra fram piparkökubragðið.

Read More
Eftirréttir & annað sætt, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Hrákúlur með kakó og appelsínubragði

Ég er að sjá það núna að það er kannski rétt, ég var kannski sterk. Ég harkaði í gegnum þetta og kvartaði lítið, fannst það ekki þess virði þar sem ég var að fá annað tækifæri til að lifa, en allan þann tíma var það þetta survival mode sem keyrði mig áfram.

Read More

Sykurlausar fluffy pönnukökur

Þessar eru fullkomnar í helgarbrunchinn. Mamma á eiginlega heiðurinn af þessari uppskrift og síðan hún varð til höfum við ekki gert aðra því hún er einfaldlega geggjuð. Mamma var búin að vera að prófa sig áfram í að búa til amerískar pönnukökur en flestar uppskriftirnar innihéldu sykur. Hún er amman sem vill heldur betur dekra við barnabörnin sín en á sama tíma tekur hún 100% þátt í því að sleppa sykri á borðum svo með fáeinum breytingum varð þessi uppskrift til. Rifin epli gefa frá sér sætt bragð þegar þau hitna sem gerir pönnukökurnar sætar en þú finnur þó ekki beint eplabragð… erfitt að útskýra svo þú verður einfaldlega bara að prófa! ;)

Read More

Sykurlaust eplapæ

Sykurlaust eplapæ borið fram með óþeyttum vegan rjóma. Þetta pæ hefur þónokkrum sinnum komið með í picnic í góðu veðri. Útivera er bara svo miklu skemmtilegri með gott nesti. Uppskriftin passar í stærri gerðina af glernestisboxunum úr ikea sem mega fara í ofn. Það er því auðvelt að grípa það með sér beint úr ofninum með því að smella lokinu á og setja í nestistösku. Það má auðvitað líka borða þetta inni í kósí.

Read More
MORGUN- & MILLIMÁL, SMÁRÉTTIR, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir MORGUN- & MILLIMÁL, SMÁRÉTTIR, Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Hollar kókoskúlur

Hollar kókoskúlur svo góðar að ég gerði bara engar aðrar í nokkur ár því mér fannst þessar fullkomnar. Þetta eru kókoskúlurnar sem fóru með mér á margar lyftingaæfingar. Kókoskúlurnar sem voru saklaust nesti til að byrja með en voru svo kókoskúlurnar sem lyftingafélagarnir og þjálfarar suðuðu mig um að koma með á æfingu. Eddie Berglund sem er heimsmethafi í bekkpressu í sínum þyngdarflokki gefur kúlunum toppeinkunn. Svo innilega skemmtilegar minningar sem koma upp í tengslum við þessar bestu kókoskúlur og fær mig til að sakna elsku svíþjóðar. Þessar eru ekki bara fyrir lyftingafólk heldur líka fullkomnar sem krakkanammi.

Read More
Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir Sætt en sykurlaust Hildur Ómarsdóttir

Sykurlaust “súkkulaði” bananabrauð

Hvað á að gera við brúnu bananana? Mjög auðvelt svar ef þú spyrð mig. Þú bakar nákvæmlega þetta bananabrauð! Bananabrauð nær nýjum hæðum með þessu kakótvisti og kókosinn gerir það enn sætara. Sykur er algjörlega óþarfi í bananabrauð að mínu mati. Við fáum ekki nóg af þessu hér heima.

Read More
Sætt en sykurlaust, Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir Sætt en sykurlaust, Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir

Sykurlaus döðlukaka

Þessi er algjört nammi og gerði ég hana í 3 ára afmælisveislunni hans Róberts. Ég gat ekki séð annað en að afmælisgestirnir elskuðu hana líka. Ég varð fyrir innblástri frá Írisi Kjartans vinkonu minni sem gaf út uppskrift af sykurlausri döðluköku í nettóbækling (ekki vegan). Ég tók mig til og setti kökuna í vegan búning og með smávægilegum breytingum var þetta orðin hin fullkomna vegan og sykurlausa afmæliskaka fyrir bæði litla og stóra munna! Upprunalega uppskriftin var glúteinlaus en mér fannst vegan útgáfan virka betur með smá hveiti til að binda. Hveitinu er þó hægt að sleppa en þá má búast við blautari köku og ágætt að leyfa henni að kólna alveg áður en henni er hvolft úr forminu.

Read More