Mega boltar… Omega 3 boltar
MEGA boltar! Omega boltar…. Omega 3 boltar !! Omega 3 er ekki bara í lýsi heldur líka í þessum dásamlegu nammikúlum sem kláruðust um leið og ég var búin að taka mynd…
Að gera svona nammikúlur er líka frábær skemmtun fyrir smáfólk.
Þú þarft:
1 bolli valhnetur
1 bolli ferskar mjúkar döðlur (ca 12 stk)
2 msk chia fræ
2 msk hampfræ
2 msk hörfræolía
2 msk cacao*
1/4 dl kókos
¼ tsk vanilluduft
Kókosmjöl og hamprfæ til að rúlla uppúr.
Aðferð:
Byrjið á að mixa valhneturnar í matvinnsluvél, svo bætiði rest útí og látið matvinnsluvélina vinna þar til allt blandast.
Rúllið í litlar kúlur og veltið uppúr kókosmjöli og hampfræum.
Geymist best í kæli / frysti…… þ.e.a.s ef þær klárast ekki um leið.
Ég nota ekta lífrænt *cacao. Þú getur skipt því út fyrir hefðbundið bökunarkakó. Cacao er ekki alveg jafn sætt eins og hefðbundið bökunarkakó en er töluvert næringaríkara.
Verði ykkur að góðu.