MEGA boltar! Omega boltar…. Omega 3 boltar !! Omega 3 er ekki bara í lýsi heldur líka í þessum dásamlegu nammikúlum sem kláruðust um leið og ég var búin að taka mynd…
Að gera svona nammikúlur er líka frábær skemmtun fyrir smáfólk.

Þú þarft:

  • 1 bolli valhnetur

  • 1 bolli ferskar mjúkar döðlur (ca 12 stk)

  • 2 msk chia fræ

  • 2 msk hampfræ

  • 2 msk hörfræolía

  • 2 msk cacao*

  • 1/4 dl kókos

  • ¼ tsk vanilluduft

  • Kókosmjöl og hamprfæ til að rúlla uppúr.

Aðferð:

  1. Byrjið á að mixa valhneturnar í matvinnsluvél, svo bætiði rest útí og látið matvinnsluvélina vinna þar til allt blandast.

  2. Rúllið í litlar kúlur og veltið uppúr kókosmjöli og hampfræum.

  3. Geymist best í kæli / frysti…… þ.e.a.s ef þær klárast ekki um leið.

Ég nota ekta lífrænt *cacao. Þú getur skipt því út fyrir hefðbundið bökunarkakó. Cacao er ekki alveg jafn sætt eins og hefðbundið bökunarkakó en er töluvert næringaríkara.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Pylsa með dass af töfrabragði

Next
Next

Sykurlaus döðlukaka