Þessi er algjört nammi og gerði ég hana í 3 ára afmælisveislunni hans Róberts. Ég gat ekki séð annað en að afmælisgestirnir elskuðu hana líka. Ég varð fyrir innblástri frá Írisi Kjartans vinkonu minni sem gaf út uppskrift af sykurlausri döðluköku í nettóbækling (ekki vegan). Ég tók mig til og setti kökuna í vegan búning og með smávægilegum breytingum var þetta orðin hin fullkomna vegan og sykurlausa afmæliskaka fyrir bæði litla og stóra munna! Upprunalega uppskriftin var glúteinlaus* en mér fannst vegan útgáfan virka betur með smá hveiti til að binda. Hveitinu er þó hægt að sleppa en þá má búast við blautari köku og ágætt að leyfa henni að kólna alveg áður en henni er hvolft úr forminu.

*Uppfærsla: fyrir vel heppnaða glútenlausa útgáfu er hægt að sleppa hveitinu og nota 1 dl af haframjöli i stað 1/2 dl, ásamt 1/2 dl af hörfræjum. Haframjölið og hörfræjin eru möluð niður í duft áður en þeim er blanað við restina af hráefnunum.

Þú þarft:

  • 350gr döðlur

  • 300 ml plöntumjólk

  • 9 msk (ca 1 dl) aquafaba (kjúklingabaunavökvi úr dós)

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1/2 tsk matarsódi

  • 1 tsk vanilludropar

  • 2 dl kókosmjöl

  • 1/2 dl haframjöl

  • 1/2 dl hveiti

  • 1/4 tsk salt

  • 85 gr pekanhnetur

  • 100gr oatly hrein yogurt

  • 1 msk kakó

Aðferð:

  1. Byrjum á að þeyta aquafaba í skál.

  2. Sjóðið döðlur í potti með plöntumjólkinni og stappið stöðugt í pottinum þar til þetta er orðið að döðluklístri/mauki.

  3. Saxið hneturnar smátt. Blandið öllu saman, skellið í hringlaga 20cm form, bakið við 180C í 40 min.

  4. Hvolfið úr formi og toppið kökuna með berjum og kókos.

Fyrir extra lúxus má þeyta vegan rjóma með.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Mega boltar… Omega 3 boltar

Next
Next

Sushiskál