Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir

Besta súkkulaðisósan, lífræn í þokkabót

Besta súkkulaðisósa heims og lífræn í þokkabót. Þrátt fyrir að vera “hollari” týpan af súkkulaðisósu af hráefnum að dæma þá slær hún öllum öðrum við. Hnetusmjörið er ómissandi í hana en það gefur henni einstakan karakter. Þessa geri ég gjarnan með ávaxtasalati eða útá amerískar pönnukökur eða vöfflur og svo er hún líka þrælgóð útá ís hvort sem það er klássískur vanilluís eða hollari týpa úr frosnum bönunum. Þetta er svona mín “go to” sósa með öllu sem kallar á súkkulaðisósu. Mæli svo með að setja afganginn í konfektmolaform eða súkkulaðiplötuform og toppa með möndlukurli, mórberjum, kókos eða poppuðu quinoa eða í raun bara einhverju sem gefur smá crunch og setja í frysti… en það gæti reyndar orðið challange að eiga afgang.

Read More
Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir

Jólaeftirrétturinn minn

Jólaeftirrétturinn minn sem er fullkominn morgunmatur annan í jólum. Í mörg ár höfum við haft þennan eftirrétt og er hann orðinn ómissandi og ég upplifi svona hálfgerða nostalgíu þegar ég geri hann því ég fékk stundum að útbúa hann sjálf þegar ég var yngri. Hann var vissulega ekki vegan fyrst en þökk sé frábæru úrvali af vegan vörum hefur verið auðvelt að veganæsa hann síðustu ár.

Read More
Sætt en sykurlaust, Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir Sætt en sykurlaust, Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir

Sykurlaus döðlukaka

Þessi er algjört nammi og gerði ég hana í 3 ára afmælisveislunni hans Róberts. Ég gat ekki séð annað en að afmælisgestirnir elskuðu hana líka. Ég varð fyrir innblástri frá Írisi Kjartans vinkonu minni sem gaf út uppskrift af sykurlausri döðluköku í nettóbækling (ekki vegan). Ég tók mig til og setti kökuna í vegan búning og með smávægilegum breytingum var þetta orðin hin fullkomna vegan og sykurlausa afmæliskaka fyrir bæði litla og stóra munna! Upprunalega uppskriftin var glúteinlaus en mér fannst vegan útgáfan virka betur með smá hveiti til að binda. Hveitinu er þó hægt að sleppa en þá má búast við blautari köku og ágætt að leyfa henni að kólna alveg áður en henni er hvolft úr forminu.

Read More
Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt Hildur Ómarsdóttir

Döðlusnickers

Það fyrsta sem pabbi sagði þegar hann smakkaði þetta var “Getum við haft svona á jólunum?”…. Þetta er galið gott og minnir óstjórnlega á snickers. Ferska daðlan verður eins og karamella og súkkulaðið gerir þetta að nammi. Salthneturnar setja snickers tóninn. Ekki kenna mér um ef þið getið ekki hætt að gúffa….

Read More