Besta súkkulaðisósan, lífræn í þokkabót

Besta súkkulaðisósa heims og lífræn í þokkabót. Þrátt fyrir að vera “hollari” týpan af súkkulaðisósu af hráefnum að dæma þá slær hún öllum öðrum við. Hnetusmjörið er ómissandi í hana en það gefur henni einstakan karakter. Þessa geri ég gjarnan með ávaxtasalati eða útá amerískar pönnukökur eða vöfflur og svo er hún líka þrælgóð útá ís hvort sem það er klássískur vanilluís eða hollari týpa úr frosnum bönunum. Þetta er svona mín “go to” sósa með öllu sem kallar á súkkulaðisósu. Mæli svo með að setja afganginn í konfektmolaform eða súkkulaðiplötuform og toppa með möndlukurli, mórberjum, kókos eða poppuðu quinoa eða í raun bara einhverju sem gefur smá crunch og setja í frysti… en það gæti reyndar orðið challange að eiga afgang.

Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á Íslandi en allt hráefnið í sósuna finnur þú í vörulínu Rapunzel. Þau eru nokkur lífræn hnetusmjörin á markaðnum en fína hnetusmjörið frá Rapunzel finnst mér bera af og bragðið vekur smá nostalgíu hjá mér en það er alveg eins og hnetusmjörið sem var alltaf keypt á mínu heimli þegar ég var lítil. Það flýtur olía efst í krukkunni sem er í mínum augum merki um gæði og staðfesting á að hnetusmjörið er ekki ofunnið og inniheldur ekki aukaefni til að binda það (stabilizer). Ég mæli með að eyða smá tíma í að hræra olíunni saman við og þá er hnetusmjörið orðið mjúkt og lipurt til að smyrja með eða skúbba útí þessa sósu.

Þú þarft:

  • 1 dl lífrænt kakó

  • 3/4 dl lífrænt hlynsíróp

  • 3/4 dl kókosolía

  • 2 msk lífrænt fínt hnetusmjör

Aðferð:

  1. Byrjið á að bræða kókosolíuna yfir vatnsbaði á lágum hita. Við viljum alls ekki að hún hitni mikið.

  2. Blandið svo restinni af hráefnunum útí og hrærið vel þarf til áferðin er orðin slétt og mjúk.

  3. Berið fram með ferskum ávöxtum, jarðaberjunum, ísnum, pönnukökunum, kökunni eða hverju sem þér dettur í hug.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Glútenlausar carob múffur

Next
Next

Myntuís með "súkkulaði"