Sushiskál

Hver elskar ekki sushi? já vegan sushi ! Það er frekar tímafrekt maus að dunda við það þó það sé líka ótrúlega skemmtilegt en stundum er líka bara hægt útbúa sushi skál í staðinn og bragðlaukarnir verða alveg jafn glaðir.

Það er engin ein heilög úrfærsla og möguleikarnir á samsetningunum óteljandi. 

Hér kemur ein sushi skál með stuttum hýðishrísgrjónum. Hýðishrísgrjón innihalda flókin kolvetni, innihalda vítamín, eru steinefnarík og innihalda ríkt magn af trefjum.

Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi.

Þú þarft:

  •  2 bollar Stutt hýðishrísgrjón frá Rapunzel

  • 5 bollar vatn

  • 1 tsk salt

  • 1 msk mirin

  • 1 msk hrísgrjónaedik, t.d. frá Blue dragon

  • 350 gr edamame baunir

  • 1 msk sesamolía, t.d frá blue dragon

  • chili flögur

  • 2 Avocado

  • 1 rauð papríka

  • 1 bolli mangó (frosinn og afþýddur eða ferskur)

  • Soja sósa t.d frá Blue dragon

  • Vasapi

  • Seeweed blöð

Aðferð:

  1. Sjóðið hrísgrjónin, 2 bollar hrísgrjón í 5 bollum af vatni, ásamt 1 tsk af salti. Þegar hrísgrjóni eru soðin er svo 1 msk af mirin og 1 msk af ediki hrært útí hrísgrjónin.

  2. Hitið vatn og setjið edamame baunirnar útí þegar suðan er komin upp og látið sjóða í ca 2-3 mínútur. Ath við viljum ekki sjóða þær of lengi því þá tapa þær sæta bragðinu. Sigtið baunirnar frá vatninu og setjið sesamolíu ásamt chiliflögum og smá salti útá.

  3. Skerið niður papríku, avocado og mangó (eða afþýðið frosinn mangó).

  4. Berið fram með sushi ginger eða pikkluðum rauðlauk ásamt sojasósu með vasapi. 

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Sykurlaus döðlukaka

Next
Next

Krydduð vegan ostakúla með dillhjúp