Krydduð vegan ostakúla með dillhjúp

Kex og ostar er eitthvað sem við þekkjum og tengjum jafnframt við kvöldstund þar sem gera á vel við sig eða hátíðlegri tilefni. Þótt þú gerist vegan þarf enginn lúxus að hverfa og auðveldlega hægt að útbúa fljótlegar ostakúlur sem gefa kúaostunum ekkert eftir. Kostirnir við að krydda ostinn sjálfur eru svo auðvitað að möguleikarnir eru endalausir.

Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.

Þú þarft:

  • Þú þarft:

  • 2 öskjur oatly smurostur

  • 3 msk næringarger

  • 2 msk lyktar- og bragðlaus kókosolía

  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 2 tsk laukduft

  • 1 tsk papríku duft

  • 1/4 tsk salt 

Toppað með 

  • 1 dl ferskur graslaukur smátt saxaður

  • 3/4 dl ferskt dill smátt saxað

Aðferð:

  1. Byrjið á að bræða bragðlausu kókosolíuna. Hrærið svo saman smurostinum við kryddin og bræddu olíuna.

  2. Takið fram plastfilmu og komið ostahrærunni fyrir á miðja filmuna og vefjið svo filmunni utan um ostinn og mótið kúlu. Komið ostinum svo fyrir í ísskáp og látið kólna í amk 30 mínútúr. Þegar kókosolían kólnar stífnar hún og gerir það að verkum að osturinn verði þéttari í sér.

  3. Takið svo kúluna úr frystinum og veltið uppúr smátt saxaðri dill og graslauksblöndunni svo jurtirnar þekji kúluna.

  4. Berið fram á ostabakka með kexi, berjum og öðru gúmmelaði.

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Sushiskál

Next
Next

Kjúklingabaunir í tikkamasalasósu