SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Ostasalat

Ostasalöt eru oft vinsæl á veisluborði. Um helgina var haldið uppá 90 ára afmæli hjá ömmu minni og kom öll fjölskyldan saman, allir hennar 36 afkomendur, makar og tengdafjölskylda. Amma sjálf hefur alltaf verið þekkt fyrir að sýna ást sína í mat og enginn kemur í heimsókn til hennar nema fara þaðan pakksaddur. Afkomendurnir hafa svolítið erft þetta frá henni og var veislan því einhverskonar pálínuboð á sterum. Í síðustu viku ákvað ég að prófa mig áfram með vegan útgáfu af klassísku ostasalati og mér fannst það heppnast svo vel að það fékk að koma með í veisluna hennar ömmu.

Read More
Eftirréttir & annað sætt, SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir Eftirréttir & annað sætt, SMÁRÉTTIR Hildur Ómarsdóttir

Krydduð vegan ostakúla með dillhjúp

Kex og ostar er eitthvað sem við þekkjum og tengjum jafnframt við kvöldstund þar sem gera á vel við sig eða hátíðlegri tilefni. Þótt þú gerist vegan þarf enginn lúxus að hverfa og auðveldlega hægt að útbúa fljótlegar ostakúlur sem gefa kúaostunum ekkert eftir. Kostirnir við að krydda ostinn sjálfur eru svo auðvitað að möguleikarnir eru endalausir.

Read More