Banana-minimuffins
Hér kemur uppskrift af dásamlegum minimuffins sem passa vel fyrir litla munna. Tilvaið að bjóða uppá í afmælisveislunni. Uppskriftin er upprunalega vegan sykurlaust bananabrauð af heimasíðunni Simple-veganista.com sem ég hef breytt lítilllega og gert muffins í stað brauðs og svo bætti ég við kremi.
Hér finnur þú fleiri hugmyndir af vegan og sykurlausum afmælisveitingum.
Minimuffins:
Þú þarft:
1 3/4 bolli hveiti
8 mjúkar döðlur
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
Hrífsoddur salt
1/3 bolli hlutlaus olía
1 tsk vanillidropar
3 stórir þroskaðir bananar
1/4 bolli plöntumjólk
1/3 bolli kókos
Döðlu”súkkulaði”krem:
300 gr mjúkar döðlur
150 gr vegan smjör (naturli kubbur eða smjörlíki)
1 tsk vanillidropar
1/8 tsk salt
2 msk kakó
Aðferð:
Kökudeiginu er blandað saman, bananann stappa ég og döðlurnar klippi ég. Öllu skellt í lítil form.
Minimuffins bakast í 15 min á 175C, stærri muffins í 20-25 min. (Baka á blæstri)
Kremið geri ég í matvinnsluvél.
Verði ykkur og ykkar krílum að góðu 💕