Bananapönnsur
Þetta er ein af þessum uppskriftum sem ég geri aftur og aftur. Svo ótrúlega einfalt og ágætis tilbreyting við hafragrautinn. Deigið útbúið í blender og svo hellt beint á pönnuna í litlum skömmtum. Hægt að toppa með með allskonar, hér hef ég toppað mínar með vegan jógúrti, möndlu-kókos-döðlusmjöri og kanilsteiktum eplum.
Þú þarft:
1 bolli hafrar
1 bolli haframjólk
1 lítill banani
1/2 tsk lyftiduft
Hnífsoddur salt
Aðferð:
Ég púlsa hafrana fyrst í blender svo þeir verði að “hafrahveiti”. Bæti svo rest í blandarann og mixa.
Helli á þurra non-stick pönnu og sný þeim við þegar búbblur hafa myndast.
Toppað með til dæmis:
Hreinu vegan jógúrti (ég kaupi alltaf oatly)
Möndlu-kókos-döðlu smjörinu frá Rapuzel sem er algjört nammi... eða möndlusmjöri.
Kanileplum:
Smáttskorin epli hituð á pönnu eða í potti með smá kanil og vegan smjöri eða kókosolíu.Kókosflögum
Möguleikarnir á toppings eru auðvitað endalausir en einnig er gott að steikja pönnukökurnar uppúr kókosolíu og setja kanil í deigið.
Verði ykkur að góðu.