Sykurlausar fluffy pönnukökur
Þessar eru fullkomnar í helgarbrunchinn. Mamma á eiginlega heiðurinn af þessari uppskrift og síðan hún varð til höfum við ekki gert aðra því hún er einfaldlega geggjuð. Mamma var búin að vera að prófa sig áfram í að búa til amerískar pönnukökur en flestar uppskriftirnar innihéldu sykur. Hún er amman sem vill heldur betur dekra við barnabörnin sín en á sama tíma tekur hún 100% þátt í því að sleppa sykri á borðum svo með fáeinum breytingum varð þessi uppskrift til. Rifin epli gefa frá sér sætt bragð þegar þau hitna sem gerir pönnukökurnar sætar en þú finnur þó ekki beint eplabragð… erfitt að útskýra svo þú verður einfaldlega bara að prófa! ;)
Bananapönnsur
Þetta er ein af þessum uppskriftum sem ég geri aftur og aftur. Svo ótrúlega einfalt og ágætis tilbreyting við hafragrautin en þó nánast sömu hráefni.