Hollar kókoskúlur
Hollar kókoskúlur svo góðar að ég gerði bara engar aðrar í nokkur ár því mér fannst þessar fullkomnar. Þetta eru kókoskúlurnar sem fóru með mér á margar lyftingaæfingar. Kókoskúlurnar sem voru saklaust nesti til að byrja með en voru svo kókoskúlurnar sem lyftingafélagarnir og þjálfarar suðuðu mig um að koma með á æfingu. Eddie Berglund sem er heimsmethafi í bekkpressu í sínum þyngdarflokki gefur kúlunum toppeinkunn. Svo innilega skemmtilegar minningar sem koma upp í tengslum við þessar bestu kókoskúlur og fær mig til að sakna elsku svíþjóðar. Þessar eru ekki bara fyrir lyftingafólk heldur líka fullkomnar sem krakkanammi.
Þegar ég er að gera svona hollustu nammi þá finnst mér algjört must að velja hráefnin vel og velja lífrænar vörur. Í uppskriftina nota ég lífrænar möndlur, kakó, kókosolíu og kókos frá Rapunzel en það er alltaf að verða auðveldara og auðveldara að nálgast lífrænar þurrvörur. Þú finnur Rapunzel vörurnar í Fjarðarkaup og Nettó.
Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi.
Þú þarft:
2 bolli ferskar döðlur
1/2 bolli möndlur
1/2 bolli valhnetur
1/3 bolli kakó duft
1/3 bolli kókosolía
1/2 bolli kókos (+ auka til að velta uppúr)
1 msk chia fræ
Aðferð:
Byrjið á að setja möndlur og valhnetur í matvinnsluvél og myljið niður í smátt kurl.
Bætið svo kakóinu, kókos og chia fræunum útí í matvinnsluvélina og blandið í nokkrar sekúndur.
Síðast eru döðlurnar steinhreinsaðar og þeim bætt útí matvinnsluvélina ásamt kókosolíunni og öllu blandað vel saman.
Mótið svo litlar kúlur og veltið uppúr kókos.
*ef þú átt ekki bollamál geturu notað miðað 1 bolla við ca 2 dl.
Verði ykkur að góðu.