Sumarsalat með kasjúosti, vatnsmelónu og sítrónudressingu
Þetta hefur verið mitt uppáhalds sumarsalat síðan ég smakkaði svona salat á Raw veitingastað í Gautaborg þegar ég bjó þar. Ég man að ég gat ekki hætt að hugsa um þetta ferska salat sem þau buðu uppá og ég bara varð að endurskapa það í eldhúsinu mínu stax sömu vikuna. Þetta voru mín fyrstu kynni af kasjúosti og hann gefur þessu létta og ferska salati þessa extra fyllingu og skemmtilegan karakter.
Salat með sólþurrkuðum tómötum, ólífum og engifer-tahinidressingu
Ég heyri alltof oft niðrandi orð um salat. Salat dettur inn í flokkinn “kanínufóður” eða einhverskonar megrunarkúr. Veganar borða bara salat heyrir maður stundum í þeim tón eins og það væri slæmt. Ég skal leiðrétta það að allir veganar borða ekki bara salat en það þyrfti þó ekki að vera slæmt að borða bara salat,… þ.e.a.s ef það er alvöru salat ;). Það súrealíska er að veganar eru þeir sem geta sjaldnast fengið alvöru salat á veitingastöðum. Vegan hamborgari er svona meiri klassík á vegan matseðlinum.
Hollar kókoskúlur
Hollar kókoskúlur svo góðar að ég gerði bara engar aðrar í nokkur ár því mér fannst þessar fullkomnar. Þetta eru kókoskúlurnar sem fóru með mér á margar lyftingaæfingar. Kókoskúlurnar sem voru saklaust nesti til að byrja með en voru svo kókoskúlurnar sem lyftingafélagarnir og þjálfarar suðuðu mig um að koma með á æfingu. Eddie Berglund sem er heimsmethafi í bekkpressu í sínum þyngdarflokki gefur kúlunum toppeinkunn. Svo innilega skemmtilegar minningar sem koma upp í tengslum við þessar bestu kókoskúlur og fær mig til að sakna elsku svíþjóðar. Þessar eru ekki bara fyrir lyftingafólk heldur líka fullkomnar sem krakkanammi.