Sykurlaust “súkkulaði” bananabrauð
Hvað á að gera við brúnu bananana? Mjög auðvelt svar ef þú spyrð mig. Þú bakar nákvæmlega þetta bananabrauð! Bananabrauð nær nýjum hæðum með þessu kakótvisti og kókosinn gerir það enn sætara. Sykur er algjörlega óþarfi í bananabrauð að mínu mati. Við fáum ekki nóg af þessu hér heima.
Færslan er unnin í samstarfi við gerum daginn girnilegan.
Þú þarft:
1 3/4 bolli hveiti (*sjá texta fyrir neðan fyrir glúteinlausa útgáfu)
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 bolli kókos
1/4 tsk salt
4 msk Cadbury kakó
3 stórir þroskaðir bananar
8 döðlur ferskar
1/2 bolli oatly ikaffe haframjólk
1 1/2 tsk vanilludropar
1/3 bolli olía (venjuleg eða kókoksolía)
*Fyrir glúteinlausa útgáfu er hægt að skipta hveiti út fyrir 3 dl af höfrum og 1 dl af hörfræjum. Byrjað er á að mala hafrana og hörfræin niður í duft.
Aðferð:
Blandið öllum þurrefnum saman í skál.
Steinhreinsið döðlurnar og skerið niður ásamt því að stappa bananana og setjið útí skálin (án þess að blanda).
Blandið svo vökvanum saman í sér skál (eða bara í bollamálið) og hellið svo útí skálina. Hrærið öllu vel saman. Ath hér finnst mér gott að nota gaffal.
Setjið deigið í smurt form og bakið í 25mínútur í ofni á 175C á blæstri.
Hægt er að gera litlar sætar muffins en þá lækkar bökunartíminn í 15 mín.
Verði ykkur að góðu.