Tikkamasala tófú
Indverskur creamy pottréttur með tófúbitum, ég lofa þér einfaldleika og minimum effort eldamennsku sem kemur ekki niður á bragðinu. Ég notast við mitt uppáhalds tikkamasala paste frá Pataks (ath ekki tikkamasala sósuna heldur paste-ið) en það einhverneginn gerir allt svo gott.
Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.
Þú þarft:
Basmati hrísgrjón
1 msk olía
2 kubba tófú (frá Singh tahoe, í hvítu pakkningunum)
2 msk soja sósa
1,5 stk geira laus hvítlaukur
1,5 dl Tikkamasala paste frá Pataks
2 dl vatn
2 tsk jurtakraftur í dufti / 1 teningur (t.d frá rapunzel)
2 öskjur litlir heilsutómatar
5 dl oatly rjómi
3 dl oatly hrein jógúrt
salta eftir smekk
Aðferð:
*Daginn áður er ágætt að taka tófúið úr pakkningunni, vefja inní viskustykki, setja inní ísskáp og leggja tvær lítersfernur ofan á kubbana. Þetta er gert til þess að pressa sem mestan vökva úr tófúinu svo það geti dregið sósuna betur í sig. Þessu má þó sleppa.
Tófúið er skorið í teninga og hitað á pönnu sem ekkert festist á. Ef tófúið hefur ekki verið pressað daginn áður er ágætt að hita það lengur á pönnunni áður en nokkru er bætt útá.
Skerið tómatana í helming og bætið útá pönnuna ásamt, olíu, hvítlauk og soja sósu. Því næst er Tikkamasala paste-i, vatni og jurtakrafti bætt útá og leyft að malla í nokkrar mínútur.
Að lokum er rjómanum og jógúrtinni bætt útí og leyft að malla í nokkrar mínútur í viðbót.
Saltað eftir smekk.
Borið fram með basmati hrísgrjónum og oatly jógúrt. Skreytið gjarnan með grænu eins og kóreander eða steinselju.
Verði ykkur að góðu!