Creamy nachos dipp

Creamy nachos dipp með oatly rjómaost, ótrúlega fersk og passar fáránlega vel með svörtu doritos.

Færslan er unnin í samstarfi við oatly á íslandi.

Þú þarft:

  • 1 dollu bláan oatly hafrarjómaost (bláa)

  • 1 krukku salsasósu, 230ml (miðlungs sterka)

  • 2 tómata

  • 1/2 rauðan chili

  • 1/2 rauðlauk

  • 1 papríku

  • 1/2 mangó

  • 1/2-1 lime (safann)

  • 1/4 tsk salt

  • Kóreander (ég nota hálft búnt) 

Aðferð:

  1. Rjómaostinum og salsasósunni blandað saman með gaffli.

  2. Skerið grænmetið, mangóinn og kóreanderinn mjög smátt og blandað saman í sér skál ásamt safa úr lime og salti.

  3. Að lokum er allt sett saman í hentugt ílát og borið fram. Hægt er að setja rjómaostablönduna neðst og ferska salsað sem efra lag en þá mæli ég með að mögulega sikta eitthvað af vökvanum frá ferska salsanum. Fyrir minna subb og meira gúrm mæli ég með að blanda bara öllu saman og bera fram (sjá neðstu myndina).

Verði ykkur að góðu.

Previous
Previous

Súkkulaðitrufflumús

Next
Next

Indverskar vefjur með tófú og chutney