Gúrkusalatið sem flestir eru farnir að þekkja

Sometimes you just have to eat a whole cucumber…

…. samfélagsmiðlarnir víbruðu yfir hina víðsfræga gúrkusalati. Ég ætlaði svo sannarlega ekki að vera ein af þeim sem hoppar á trendið eeeeeen hér erum við haha. Eftir að hafa sjálf tekið þátt í að klára gúrkurnar í búðunum og gert mér gúrkusalat oftar en tvisvar þá datt mér í hug að deila með ykkur útgáfunni sem ég hef verið að vinna með. Það er nefninlega svo ferlega fljótlegt og það þarf ekki einu sinni að skola rifjárn eftir á því sósunni er bara sullað saman á 10 sek! Að vinna í samstarfi við fyrirtæki gengur oft útá að kynna vörur og þegar ég stóð mig að því að grípa alltaf í organic liquid vörurnar til að fá fram rétta bragðið þá datt mér í hug að það væri auðvitað brilliant leið að deila með ykkur uppskrift sem sýnir ykkur hvernig ég hef notað þær undanfarið.

Færslan er unnin í samstarfi við organic liquid á íslandi.

Þú þarft:

  • 1 íslensk gúrka

  • 1 1/2 - 2 msk tamari sósa

  • 2 msk hrísgrjónaedik

  • 1 1/2 msk sesamolía

  • 2 tsk organic liquid garlic

  • skvetta organic liquid chili (ath það eru til tvær tegundir, chili og chili extra hot, hægt að nota báðar en hversu sterkt bragð þú fílar er smekksatriði)

  • 2 msk sesamfræ

Bættu við 1 msk af hnetusmjöri eða tahini ef þú vilt hafa það meira creamy eða til að breyta til.

Aðferð:

  1. Skerið gúrkuna eins og þý kýst, hér hef ég lamið í hana til að mýkja og svo skorið hana í bita.

  2. Hellið sósunum útá og sesamfræum útá og hrærið. Ef þið veljið að blanda hnetusmjöri eða tahini við þá mæli ég með að blanda sósuna fyrst í sér skál og hella síðan yfir gúrkubitana.

Salatið má borða eitt og sér en passar líka mjög vel sem viðbót við núðlurétt eða meðlæti með steiktu tófú og hrísgrjónum eða öðru með asísku ívafi.

Verði ykkur að góðu.

Next
Next

Sæt dressing með kóreander og myntu